Ég hlustaði á spekinga spjalla um pepsi deildina í - TopicsExpress



          

Ég hlustaði á spekinga spjalla um pepsi deildina í útvarpsþætti fotbolta.net. Þar töldu menn að það hafi verið glórulaust hjá leikmönnum Víkings að taka þátt í Futsal á miðju utanhús keppnistímabili og liðið væri í mjög strangri fallbaráttu. Einnig töldu menn það vera galið að skipta svona snögglega um undirlag, þ.e blautir grasvellir yfir í dúk og svo aftur yfir. Ég skal ekki segja hvort þetta hafi verið rétt eða rangt. En þetta skipti miklu máli fyrir bæjarfélagið og var góð kynning fyrir okkur. Einnig var gaman að sjá stemmninguna hjá leikmönnum eftir sigurleikinn við Tallinn. Það er óskandi að sú sigur tilfinning og meðbyr sem liðið fékk mun nýtast þeim í komandi baráttu. Það er stundum gott að skipta um umhverfi og koma ferskur og endurnærður að næstu verkefnum. Við stöndum í fallbaráttu, það er staðreynd. En mín tilfinning er sú að Víkings liðið mun ekki falla. Ég veit að leikmenn munu gefa allt sem þeir eiga til þess að halda sér uppi. Þeir mega vita að stuðningsmenn Víkings Ólafsvíkur standa 100% við bakið á þeim.
Posted on: Sat, 31 Aug 2013 15:00:27 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015