Í sömu sjónlinu liggur kamínan með logandi innmat sinn,þegar - TopicsExpress



          

Í sömu sjónlinu liggur kamínan með logandi innmat sinn,þegar augað leitar út ber styttu af sitjandi Buddha i auga,þar sem hann situr út í litla sefhólmanum með andlitið upp í storminn og rigninguna en haggast ekki enda stytta og beint fyrir framan mig þar sem ég horfi út um gluggann er svo stuðlabergsstautur með ígrópað OM, hina mögnuðu möntru frá sanskrítarheiminum á sléttum Indlands,gróðurinn rís og hnígur undan álagi vindsins og þar er lögmál í gangi,öldur á vatni og regnþrungin ský niður í miðjar hlíðar á þungri siglingu undan vindinum. Allt lifir og hrærist inn í nátturulögmálum sem virðast óhagganleg,annras væru þau varla lögmál. Það fallega við að láta augað og hugan líða eftir þeim radíus sem augað fangar án þess að bera sig sérstaklega eftir því er að það hefur allt,eld,vatn vind og jörð og svo hinn táknræna vilja mannsins við að skilja og vera,og eftir situr þegar ég legg frá mér kaffið og lík við þessa færslu að það er algjörlega mitt hvað ég geri úr þessum værusama vindríka degi,sumt er lögmál ég undirgengst það,annað viðhorf og þar er ég sá sem skapar. Megum við eiga góðan dag. ást og friður.
Posted on: Sat, 13 Jul 2013 10:38:12 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015