Það er ekkert nýtt að sumir telji spjall við Guð vera - TopicsExpress



          

Það er ekkert nýtt að sumir telji spjall við Guð vera klikkun og svörin frá honum hreina hugaróra, jafnvel geðveiki. Þá er ég haldinn ansi viturri geðveiki, því sjaldgæft er að hugarórar almennt komi með djúpa og sanna speki. Ég er þá heppnari en flestir með geðröskun og held bara fast í hana. Ég var að lesa um fullkomleika Guðs í Biblíunni og að hann hefði hvorki upphaf né endi, það átti ég bágt með að skilja. Þá spurði ég frelsarann hvort þetta væri ekki vitleysa, það hlyti allt að hafa upphaf og endi. Svarið sem ég fékk var að staðreyndin væri sú að Guð hefði hvorki upphaf né endi, það væri sannleikurinn. En þar sem maðurinn þekkti ekkert annað en upphaf og endi, þá væri vonlaust fyrir okkur að skilja svona fjarlægar staðreyndir. Guð er ansi glettinn náungi, hann sagði að mennirnir væru eins og ungi í eggi, sæju ekkert nema sitt umhverfi. Við sjáum heiminn með ófullkomnum augum og aðeins það sem ætti sér upphaf og endi. Ef einhver næði sambandi við unga í eggi og segði honum að hann ætti eftir að fljúga um himininn, setjast á trjágreinar og lenda í því sem fuglar almennt upplifa, þá myndi unginn ekki trúa því. Hann skynjar bara það sem er í egginu og það er hans heimur. Sama er um okkur, við sjáum ekkert fyrir utan okkar heim. Svo þegar rétti tímin kemur brotnar skurninn og við sjáum hina raunverulegu sköpun í allri sinni dýrð og skiljum hana þá smátt og smátt.
Posted on: Fri, 28 Jun 2013 17:57:47 +0000

Trending Topics




© 2015