Er með tímabundið net núna, eins gott að nota það vel - TopicsExpress



          

Er með tímabundið net núna, eins gott að nota það vel :) Þegar við lentum hér í Punta Cana þá verð ég að viðurkenna það að ég og krakkarnir fengum nett sjokk, við vorum búin að búa okkur undir mikinn hita en þetta var samt meira en ég átti von á. Þetta var eins og að hoppa ofaní súpu að ganga út úr flugvélinni. Flugvöllurinn hér er sá flottasti sem ég hef séð, strá þök og engvir útveggir! Húsið "okkar" hér úti er mjög fínt, snyrtilegt og rúmar okkur og tilvonandi gesti vel :) Fórum í skólann í gær en það er slatta pappírsvinna sem fer í gang núna og krakkarnir munu ekki ná að byrja í skólanum á réttum tíma en skólinn byrjar á mánudaginn. Ætlum að reyna að finna kennara til að kenna krökkunum spænsku á meðan við bíðum. Kíktum á ströndina í gær, sem er í sirka 7 min akstri frá húsinu okkar. Ströndin og allt þar í kring er eins og póstkort, rosalega fallegt - hvítar strendur og sjórinn þægilega heitur. Hittum fasteignasalann okkar í gær en hann æfir þríþraut hérna. Hann spurði mig hvort ég væri byrjuð að æfa ég sagðist vera að byggja upp sjálfstraustið að byrja í þessum hita. Hann horfði bara á mig, brosti og sagði "I know" - það var ekki hughreystandi, var að vonast til að hann mundi gera lítið úr þessu og segja mér að þetta mundi venjast! Hann reyndar sagði okkur að núna væri heitasti tíminn hérna, þetta verður víst ekki verra - það voru góðar fréttir. :)
Posted on: Fri, 16 Aug 2013 14:00:38 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015