Góðan dag gott fólk. Enginn göngutúr í dag enda - TopicsExpress



          

Góðan dag gott fólk. Enginn göngutúr í dag enda þrælásetinn dagur. Klukkan ekki orðin átta en þar sem ég á von á einni vinkonu minni hingað rúmlega átta og fer svo út fyrir hádegi þá er ekki víst að þessi pistill verði kláraður fyrr en seinni partinn. Að vera vongóður er viðhorf, sem hægt er að öðlast. Að öðlast trú á æðra máttarvald í lífi okkar mun flýta viðurkenningu okkar á voninni. Með hjálp Guðs og vina okkar munum við sannfærast um að við erum aldrei ein og það er gott. Við munum finna vonina sem við heyrum í rödd annarra. Núna get ég orðið jákvæðari með því að vera reglulega í samfloti við vini, sem eiga von. Ekki satt vinir mínir ? Maðurinn er eina lifandi veran sem hefur ekki gert sér ljóst að lífið er til þess að njóta þess. ...Samúel Butler ...... Maðuinn er ekkert annað en það sem hann gerir úr sér sjálfur. ..Jean Paul Sartre .. Hugleiðum þessi orð í dag vinir mínir. Kærleikskveðjur til ykkar allra og njótið dagsins eftir bestu getu.
Posted on: Fri, 16 Aug 2013 08:10:33 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015