Hjá okkur hjónum býr tiltölulega siðmenntaður köttur af - TopicsExpress



          

Hjá okkur hjónum býr tiltölulega siðmenntaður köttur af kvenkyni, læða altso. Kolsvört er hún eins og nornarköttur og nokkuð stór upp á sig. Hún valdi okkur. Við fengum litlu um það ráðið eftir að frúin hafði álpast í Kattholt án þess að ætla sér að láta kött ættleiða sig. Það vekur furðu mína að svona skepna sem þykist dáldið fín með sig og telur sig eiga rétt á að fá rækjur, kjúkling og krabba sem oftast skuli ekki víla fyrir sér að háma í sig flugur sem villast inn á heimilið. get ekki ímyndað mér að flugnaket sé saðsamt eður ljúffengt. En svo hunsar kvikindið kannski dýrindis lambasteik sem stendur til boða og er bara með hund og vill að maður fari seint um kvöld í Nóatún eftir lögskipuðu kattafóðri, altso merkjavöru, eða grafi gamlan rækjupakka út úr frystinum. get sagt ykkur það að þegar köttur er kominn á heimilið þá hafa þeir sem töldu sig húsráðendur misst frá sér stjórn heimilisins að talsverðu leyti og er hún þá framvegis í kattarklóm.
Posted on: Wed, 19 Jun 2013 18:54:44 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015