Hnútur í maga, æðisgenginn hjartsláttur, stríðsbrjálaðar - TopicsExpress



          

Hnútur í maga, æðisgenginn hjartsláttur, stríðsbrjálaðar hugsanir, andnauð, kaldur sviti, doðaástand í líkama, vonleysi, persónuleg gjaldfelling og tilgangsleysi. þetta eru nokkrar lýsingar á því hvernig líðanin getur verið eftir höfnun. það er skiljanlegt að við gerum ýmislegt til að forðast þessar aðstæður, en jafnvel skiljanlegra að við sækjumst í þær, eða þannig! Já oft mætti halda að þetta væru eftirsóknarverðar aðstæður, sumir virðast sækja í þetta aftur og aftur. Sá sem hafnar öðrum, á venjulega í basli með að treysta tilfinningalega og hafnar frekar en að takast á við tilfinningalegar aðstæður sínar. Sá sem sækist eftir höfnun hefur ekki fengið meðtekningu eða samþykki annarra, jafnvel allt frá barnæsku. Þeir sem hafa ríka þörf fyrir meðtekningu og samþykki forðast, oftast gagnstætt eigin þörfum, að tengjast náið góðu og gegnheilu fólki. Slysist þeir í samband með góðu fólki stendur sambandið venjulega stutt, ekkert ,,fútt“ og enginn tryllingur. Þess í stað hefst oft ofsafengin leit að einhverjum sem hafnar þeim. ,,Mér virðist ekki rísa hold nema þegar ég sé einhver vandræði“ sagði vinur minn. ,,Ég finn engin fiðrildi í maganum nema þegar að vondu strákarnir sýna mér áhuga“ sagði kona ein um daginn. Það fer oft brjáluð barátta í gang þegar reynt er að fá samþykki þeirra sem hafna okkur. Því oftar sem við upplifum höfnun því meira þráum við samþykki þess sem hafnar okkur. Oftast vitum við nákvæmlega hvað okkur er fyrir bestu og hvað við ættum að gera, en gerum ekki það sem við VITUM.
Posted on: Sun, 11 Aug 2013 06:12:15 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015