Hugur minn er hjá öllum þeim starfsmönnum á RÚV sem sagt var - TopicsExpress



          

Hugur minn er hjá öllum þeim starfsmönnum á RÚV sem sagt var upp í gær sem og öllum þeim sem hafa misst vinnuna eða fá ekki vinnu í Heimskreppu sem nú er í algleymi. Þess er lítil von að fjölmiðlafólkið sem missti vinnu í gær fái vinnu á öðrum sambærilegum fjölmiðli, helsti keppinautur RÚV berst í bökkum og það eru gríðarlega margir um hvert launað starf á fjölmiðlum, miklu fleiri en mögulegt er að fái vinnu. Fjölmiðlun er að breytast eins og öll stór kerfi í samfélagi okkar. Ég veit ekki nógu mikið um fjármál RÚV til að geta tjáð mig um af skynsemi um mál þar og ég veit ekki hvar ég á að leita að upplýsingum. Þegar stofnun stendur andspænis lægri tekjum en kostnaði þá eru fleiri en ein leið til að leysa það vandamál. Sumar leiðir eru skammsýnar og skapa til langs tíma meiri vandamál en þær leysa. Ég get ekki séð neina strategíu í uppsögnum núna en vil ekki án þess að hafa kynnt mér það betur halda því fram að þetta sé einhver pólitísk hreinsun en þetta er klárlega aðför að íslenskri menningu. Ég held að ríkisstjórnin sem nú situr hafi kjörfylgi vegna loforða um að létta skuldaböggum af fólki en ekki loforða um að stúta íslenskri menningu.
Posted on: Thu, 28 Nov 2013 10:31:34 +0000

Trending Topics




© 2015