Hvað ætli heimurinn væri mörgum millíbörum betri ef við - TopicsExpress



          

Hvað ætli heimurinn væri mörgum millíbörum betri ef við myndum róa okkur á rasismanum? Fólk mun alltaf geta skýlt sér á bakvið eða bent á að einhver tilheyri ákveðnum trúarbrögðum og handtaki þess vegna konuna sem var nauðgað, eða skjóti svarta strákinn af því að hann var svartur -en þegar á botninn er hvolft er það aðeins okkar eigin innræti sem segir til það hvort við erum rasistar hvort heldur sem er gagnvart öðrum kynþáttum, kyni eða öðrum trúarbrögðum. Það sem fyrst og fremst hefur valdið stríðum meðal manna er sá veikleiki okkar að sjá ekki lengra en nef okkar nær og loka á að allt sem ekki er okkur næst eða okkur tamt sé rangt, ljótt, ógeðslegt eða vitlaust. Ef við myndum öll opna augun fyrir því að það sé mögulega hægt að lifa hamingjusömu lífi á annan hátt en okkar eigin -jahh, þá gætum við að minnsta kosti farið að einbeita okkur að enn alvarlegri vandamálum eins og fátækt og fleiri skertum lífsgæðum í heiminum. Sumt er bara einfalt, hvað er það sem þarf að fá fólk til að skilja það? Stundum held ég að mannkynið þrífist einfaldlega á dramatík...
Posted on: Sun, 21 Jul 2013 00:29:31 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015