Langt síðan ég hef kíkt inn á þessa síðu mína. Fyrsta sem - TopicsExpress



          

Langt síðan ég hef kíkt inn á þessa síðu mína. Fyrsta sem ég rek augun í eru 111 likes og þar af 33 af eigin vinum. Það er ósjaldan sem ég sé tölur og hugsa til Biblíunnar, sumar tölur í bílnúmerum geta vísað í vers sem mér þykir vænt um, stundum sé ég tölur sem að passa allar saman, kannski á mismunandi tímum á daginn oft eru þetta mikilvægar tölur, til dæmis 8 tala Guðs, 7 tala Krists, 33 aldur Jesú þegar Hann var krossfestur, 30, þegar Hann hóf sína göngu sem Messías. 111 minnir mig á heilaga þrenningu, Jesús, Guð og heilagur andi. Þessi þrenning sem er svo náin í kærleika að hún er eitt. Það þýðir ekki að Jesús sé 1/3 Guð og svo framvegis, heldur Jesús er 1/1 Guð og heilgur andi líka en samt eru þau öll eitt. Þau segi ég af því að heilagur andi er að mínu mati kvenhlutinn, huggarinn, sú ósýnilega, sú sem gefur fólki hæfileka en er í skugganum sjálf, sú sem svífur yfir vötnunum en tekur ekki kreditið sjálf. Þegar Jesús var krossfestur er sagt að hann hafi dáið sem maður fyrir syndir mannanna. Allra manna yfir allan tíma. Allt sitt líf vissi Jesús af Guði, hann og Guð voru eitt, hann sagði það, þegar nær dró þessum tíma fór hann að tala um sjálfan sig sem "son of man". Þegar hann var krossfestur dó hann sem syndari, sem einn af okkur. Í fyrsta sinn í lífinu var hann einn og hann hafði aldrei upplifað það áður. Hann kallaði til Guðs, föður síns" Abba (=pabbi, ekki =faðir, heldur óformlega það sem menn kölluðu feður sína, pabbi): Pabbi hví hefurðu yfirgefið mig? Þetta er hræðilegt, það er eitthvað svo óendanlega ömurleg tilhugsun. Þetta var ekkert líkt okkur því við erum ekki hluti af dásamlegri þrenningu, en að sama skapi gefur þetta manni þá vissu að hann upplifði það SANNARLEGA að vera maður, að vera einn. Eins og okkur finnst við vera. Mér finnst gott að vita að hann veit ekki bara af því hann er alvitur Guð, heldur af því að hann upplifði það. Eitt annað sem ég uppgötvaði eitt sinn þegar ég var að lesa biblíuna í fyrsta sinn, það var þegar þeir stungu spjótinu í síðu hans eftir að hann dó. Ég h afði aldrei vitað þetta (vissi reyndar ekki neitt, en alltaf jafn hissa samt á því hve miklu minna en ég hélt ég vissi það raunverulega var), en þegar þeir (hermennirnir) stungu spjótinu í hann til að vera vissir um að hann væri dáinn, þá kom út vatn og blóð. VATN! Hjúkrunarfræðingurinn í mér fór strax að hugsa, hmm hvaðan kom vatnið? Þetta var í síðunni, þeir hljóta að hafa stungið á lungað og það hefur verið vökvasöfnun í lungum, eða jafnvel í gollurhúsinu. Eina líklega skýringin! Hann hefur verið hjartabilaður! Heilinn í mér fór á flug. Af hverju í ósköpunum ætti 33 ára maður á þessu tíma að vera hjartabilaður? Og ekki hafði hann verið neitt veikur. Ég fór að lesa mér til um hvað það gerði við líkamann að vera krossfestur. Menn dóu venjulega, las ég, af því að þeir voru búnir að vera mjög lengi án matar og drykks og jafnvel í sól eða kulda. Styrkur þeirra þvarr og þeir misstu meðvitund, þetta varð til þess að þeir héngu niður (meðan þeir vöktu gátu þeir haldið sér standandi) og höfuði fór út á hlið eða hékk fram, þá lokaðist öndunarvegurinn og þeir köfnuðu. Ef menn voru lengi með meðvitund, voru fótleggir þeirra brotnir með kylfu og jafnvel var þetta gert automatískt. (Nema Jesús sem reyndar uppfyllti spádóm um hann, „engin bein voru brotin“ þeir hættu við því þeir sáu að hann var dáinn!) Hjartabilun getur orðið við mikið áfall og verið afleiðing hjartaáfalls. Ég held að hjarta Krist hafi brostið, við að upplifa allar okkar syndir og að vera einn fjarri Guði. Það er eina skýringin. Hann hafði brostið hjarta. Ó Kristur minn!
Posted on: Thu, 08 Aug 2013 13:54:17 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015