Margvíslegar hliðstæður, vísanir og bein áhrif má finna - TopicsExpress



          

Margvíslegar hliðstæður, vísanir og bein áhrif má finna milli forns egypisks myndmáls og myndmáls Biblíunnar, ekki síst þegar kemur að hugmyndum um dómsdag og annað líf. Kristnar dómdagsmyndir draga dám af myndum úr egypsku dauðrabókinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Hér er egypsk mynd frá öðru árþúsundi f.Kr. og keltnesk mynd á steinkrossi frá 10.öld e.Kr. Athyglisvert er að bera Drottin saman við Osiris. Sá fyrrnefndi heldur á krossi og laufsprota sem er tákn fyrir upprisuna og endurnýjun lífsins. Osiris, guð undirheima og endurnýjunar lífsins og sá sem ríkir yfir dómnum, heldur á krókstaf sem er veldistákn(sb. biskupsstafinn) og þreskivendi sem er til þess að berja kornið úr hisminu við þreskingu. Á dómsdegi er uppskera og þá fer engillinn af stað með sigðina og svo er kornið skilið frá hisminu, kornið fer í hlöður (himnaríki) en hisminu er brennt( í helvíti). Einnig má sjá vogina á báðum myndunum þar sem góðu og vondu verkin er vegin og metin og vistin í handanheimum fer eftir niðurstöðunni. Fleiri vísani egypsku dauðrabókina má finna í byzönskum dómsdagsmyndum. Þá má einnig nefna myndir af gyðjunni Isis með Horas son sinn og Osirisar sem eru snarlíkar myndum af Maríu með Jesúbarnið.
Posted on: Thu, 18 Jul 2013 03:59:19 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015