Menn verða að fyrirgefa mér en það er mér hulin ráðgáta - TopicsExpress



          

Menn verða að fyrirgefa mér en það er mér hulin ráðgáta að Það skuli vera til íslendingar sem berjist af alefli fyrir því að við nýtum ekki okkar sjávarauðlindir að fenginni ráðgjöf frá Hafrannsóknarstofnun. Það vita allir sem vita vilja og hafa fylgst með að þessar veiðar eru sjálfbærar og eru að skapa uppundir 200 vel launuð störf og það er akkúrat það sem vantar í íslenskt samfélag, gjaldeyrisskapandi atvinnu. En veiðar og vinnsla á hval skapa gjaldeyristekjur fyrir íslenskt samfélag og það er þannig sem við náum að halda úti því velferðasamfélagi sem við viljum búa í, skapa gjaldeyristekjur. Já, ég ítreka það að það er mér hulin ráðgáta að þessir aðilar skuli ráðast á íslenska hagsmuni með þessum hætti. Þessir aðilar hafa ætíð haldið því fram að Hvalur hf. nái ekki að selja sínar afurðir því það séu engir kaupendur, þessi frétt staðfestir að það er algert bull enda var verið að senda fjóra gáma fulla af hvalaafurðum en öfgahópar hér á landi og á erlendri grundu vinna leynt og ljóst að því að koma í veg fyrir að hægt sé að koma afurðunum til seljanda. Hafi þessir aðilar skömm fyrir því hvernig þeir ráðast að hagsmunum þjóðarinnar með framferði sínu.
Posted on: Mon, 22 Jul 2013 10:25:47 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015