Mig langar svolítið að vita eitt og vona að einhver geti sagt - TopicsExpress



          

Mig langar svolítið að vita eitt og vona að einhver geti sagt mér það. Er að melta þetta skuldaleiðréttingadæmi og reyna að velta upp öllum hliðum. Sko... auðmennirnir sögðu að það ætti að skattleggja fjármálafyrirtækin meira OG bæta skatti á þrotabú gömlu bankanna við. Í stað eins milljarðs, sem skatturinn á fjármálafyrirtækin hljóðaði upp á áður, er nú reiknað með 37 milljörðum - strax á næsta ári skildist mér. Það fé á að fara upp í skuldaleiðréttingu. Stökkið úr einum milljarði í 37 á milli ára er stórt. Þá er spurningin: Veit einhver hvernig þessi skattur skiptist milli a) venjulegra fjármálastofnana og b) þrotabúa gömlu bankanna. SDG (eða BB, man það ekki) lagði mikla áherslu á að skattstofninn væri gríarlega hár, um tíföld landsframleiðsla minnir mig. Mér skildist að hann væri þá að tala bara um þrotabúin. Veit þetta einhver?
Posted on: Sat, 30 Nov 2013 23:42:32 +0000

Trending Topics




© 2015