Mér er nóg boðið! Ég er hætt að skilja íslenska þjóð - TopicsExpress



          

Mér er nóg boðið! Ég er hætt að skilja íslenska þjóð ef það er vilji hennar nú að svelta sjúkrahús okkar til dauða. Ég get tekið á mig launatap og skattahækkanir, aukna vinnu og skert lífsgæði en að láta heilbrigðiskerfið glutrast niður fyrir það að ákvarðanir eru teknar um það að skera niður tekjustofna sem eiga að fara til að reka það, er það vitlausasta sem ég hef á ævi minni heyrt. Að skattalækkanir upp á skít og kanel séu það sem fólk vill er mér alveg óskiljanlegt! Hverju skiptir það hvort maður fær tæpar 400 kr. eða tæpar 4000 kr. í skattaafslátt? En 5 milljarðarnir sem BB segir að þetta kosti ríkið gætu hjálpað mikið til reksturs Landsspítalanum. Og hvað svo árið 2015 þegar boðað hefur verið að ríkisstjórnin ætli líka að fella niður auðlegðarskattinn sem skilar ríkissjóði 10 milljörðum? Það var fyrir tilstuðlan söfnunnar kvenna þessa lands að Landsspítalinn var reistur upp úr kreppunni á síðustu öld og nú held ég að það sé komið að því að við íbúar þessa lands tökum höndum saman og krefjumst þess að nú sé tími kominn til að reka þessar stofnanir sómasamlega. Hvað þarf til? Hvað getum við gert? Getum neitað að borga minni skatta! Ef ekki, getum við þá lagt upphæðina inná styrktarreikning fyrir Landsspítalanann? Mér er sagt að andvirði eins kaffibolla, 500 kr.á hvert mannsbarn í landinu nægi til að klára fjármögnun á linuhraðlinum. Hvað gerist ef við leggjum öll til 1000 kall? Geta öll líknarélögin sem til eru í landinu sem safna sér peningum fyrir rekstri sínum lagt til helminginn af tekjum sínum, þau eru hvort eð er að safna til þess að meðlimir þeirra fái betri þjónustu og til hvers er að fara í sumarbústað til að hvíla sig ef ekki er hægt að fá læknisþjónustu? Þetta eru mörg félög t.d. styrktarfélög lamaðra, fatlaðra, blindra, heyrnalausra, hjarta og lungnaveikra, krabbameinsfélög og svo öll „Barna-veiki- syndrom- og fötlunarfélögin“, Rauði krossinn og „fátækrafélögin“ eða það sem enn róttækara er, leggjum niður öll þessi félög, seljum allar eigur þeirra, fáum alla klúbba ss. Lions, Kiwanis, Rothari og öll kvennfélög til að taka höndum saman og byggjum nýjan spítala og rekum sjúkrahúsin í landinu. Happdrætti eins og Das og SÍBS, Lottó og hvað þetta heitir allt saman breyti til og safni fyrir sama markmið. Við eigum fullt af félögum sem öll eru rekin vegna þess að við leggjum þeim lið! Peningar þeirra eru peningar okkar og fyrst ráðamenn sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilja ekki að sjúkrahúsin og heilbrigðisþjónustan eru grunnþjónusta sem við almenningur viljum að séu í lagi, þá skulum við taka höndum saman og sína þeim vilja okkar í verki! ERUÐ ÞIÐ MEÐ?????? Dilla í stuði:)
Posted on: Sun, 06 Oct 2013 11:14:43 +0000

Trending Topics



iv>

Recently Viewed Topics




© 2015