Næsti gestur Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki er - TopicsExpress



          

Næsti gestur Jóns Ársæls í Sjálfstæðu fólki er skemmtilegi geðlæknirinn með skondnu hugmyndirnar. Við erum auðvitað að tala um Óttar Guðmundsson sem sálgreint hefur fornmennina í Íslendingasögunum og komist að því að fjöldi þeirra hefði átt að vera á geðlyfjum og margir lokaðir inni. Óttar hefur starfað sem geðlæknir í áratugi og fékk svo leið á lækningum og fór að læra sagnfræði styrjalda út í Þýskalandi og hefur mikið rannsakað útrýmingu Gyðinga. Óttar hefur reyndar fengist við margt annað og hefur nú stofnað hljómsveit og eins konar kaparett þar sem tekin eru fyrir hin ólíklegustu mál svo sem kynlíf fornmanna. Í þættinum förum við á kaparett auk þess sem við fylgjum Óttari eftir í lífi og starfi. Hann hefur átt við þunglyndi að stríða og tvisvar reynt að svipta sig lífi. Hann telur að trúin hafi bjargað sér auk þess að vera hættur að drekka. Geðveikislegur þáttur á mannlegu nótunum sem enginn má missa af.
Posted on: Wed, 09 Oct 2013 09:03:06 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015