Nú er hjólaskýlis-tilraun Teits og Loga að taka á sig mynd. - TopicsExpress



          

Nú er hjólaskýlis-tilraun Teits og Loga að taka á sig mynd. Þetta byrjaði á að Logi Unnarson Jónsson smíðaðið grind af hjólaskýli. Ég bætti svo við bárujárni og núna vantar okkur bara efni í hliðarnar. Þessi tilraun gengur ekki bara út á að gera hjólaskýli, heldur líka að sýna fram á að það er hægt að gera svona fyrir engan pening. Grindin er gamalt mótatimbur sem Logi reddaði. Bárujárnið fékk ég eftir að hafa auglýst eftir því á Facebook. Núna auglýsi ég eftir einhverju efni sem hægt væri að klæða skýlið með. Má vera mótatimbur, Doka-borð, gamalt pallaefni eða hvað eina sem þolir vatn, vind og brakandi sól.
Posted on: Thu, 05 Sep 2013 08:53:24 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015