OG allir fóru að „moka“. Moka inn í landið bílum og - TopicsExpress



          

OG allir fóru að „moka“. Moka inn í landið bílum og alls konar varningi. Róta upp skrifstofuhöllum og verslunarhúsnæði, sem engin þörf er fyrir. Ungir og vel menntaðir bankastjórar komu með „nýja hugsun og nýjar leiðir“. Tóku lán erlendis á lágum vöxtum, endurlánuðu landanum á okurvöxtum og héldu að þeir væru að búa til peninga. Hlutbréfa- og verðbréfaviðskipti blómstruðu með tilheyrandi gervigróða. Ný stétt manna og kvenna varð fastagestir á sjónvarpsskjám landsmanna og ráðlagði okkur hvaða pappíra væri nú best að kaupa næst. Þjóðin fylltist bjartsýni, líkt og lausnarinn sjálfur væri kominn. Eitt fyrsta merkið um „góðærið“ var að þeir sem auglýstu vöru sína eða þjónustu létu sér ekki nægja neitt minna en heilsíðu í Mogganum, jafnvel opnu. Vöxtum og gengi var haldið í hæstu hæðum af styrkri forsjá Seðlabankans. Allir hagfræðingar virtust sammála um að best væri að skrá gengi krónunnar þannig að Íslendingar flyttu sem mest inn í landið af ódýru dóti en fengju aftur á móti sem minnst fyrir þá vöru og þjónustu sem þeir seldu öðrum. Hver einasta hönd sem nýtanleg var fékk vinnu við „moksturinn“. Í öllum kjarasamningum þótti ekki taka því að nefna minna en nokkurra tuga prósenta launahækkun í einu stökki. En eitt gleymdist alveg. Það þurfti raunverulega verðmætasköpun til að standa undir öllu sukkinu. Og því fer nú veislunni senn að ljúka og timburmennirnir einir eftir. Fyrirtækin í landinu sitja uppi með vexti sem hefðu varðað fangelsisvist fyrir nokkrum árum og launakostnað sem þau ráða ekkert við. Afkoman og samkeppnishæfnin er eftir því. Þetta er „góðærið“ í hnotskurn. ÞÓRIR N. KJARTANSSON, Vík í Mýrdal.
Posted on: Sun, 30 Jun 2013 00:49:42 +0000

Trending Topics




© 2015