Sælir félagar Smá pistill um leikinn í kvöld: Við - TopicsExpress



          

Sælir félagar Smá pistill um leikinn í kvöld: Við náðum að vinna fjórða leikinn í röð og fyrsta útisigurinn í vetur í kvöld. Við náðum því að sitja á toppsætinu í svona 15 mínútur eða þangað til að leik Vals og Víkings lauk. Þetta var ágætis leikur hjá okkur í kvöld, sóknin ágæt en vörn og markvarsla svolítið sein í gang en kom allt saman. Markamaðurinn þeirra er mjög góður og var að taka mörg dauðafærin í kvöld. Leikurinn var jafn eiginlega allan fyrri hálfleikinn en við komumst í 2-0 og vorum yfirleitt skrefinu á undan og leiddum í hálfleik 14-16. Í byrjun síðari hálfleiks var vörnin að taka við sér og eftir að Jóhann Ólafur tók brottvísun á kassann þar sem hann KLÁRAÐI brotið fór þetta að rúlla aðeins betur og við náðum að síga framúr og náðum mest 5 marka forskoti 22-27 og 23-28. Síðan fóru þeir að pressa og tóku Halla Fannar úr umferð og náðu nokkrum óþarfa hraðaupphlaupum og hröðum sóknum í lokin. Þetta var samt aldrei í hættu í lokin þó þeir hafi skorað síðasta markið þegar 10 sekúndur voru eftir. Þannig að þetta fór eins og síðast, eins marks sigur á útivelli við Hvíta Riddarann þó þetta hafi verið með aðeins öðruvísi hætti en síðast. Hlerinn var flottur í markinu í kvöld og varði yfir 35% og þar af 2 víti. Jammi markahæstur með 9 mörk þrátt fyrir að laus á haus hafi ekki gengið sem skyldi í kvöld. Góður sigur og við sitjum nú í öðru sæti fyrir næsta leik sem verður við ÍR á miðvikudaginn. ÍR höfðu samband í gær og báðu um að færa leikinn upp í Austurberg og ég gaf okkar samþykki fyrir því en þeir eiga bikarleik 2.flokks á undan. Það er samt óstaðfest, en ég læt ykkur vita. Mörk: Jammi 9/2, Halli Fannar 6, Nonni 5, Silli 4, Kristófer 4/1, Garðar 3, Varin skot: Gummi 0/8 Hlerinn 12/34 – þar af 2 víti Pistill um leikinn í gærkvöldi skrifað af Jóni Rafn Ragnarsyni.
Posted on: Fri, 22 Nov 2013 04:11:39 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015