Tuttugu Íslendingar taka þátt í þriðju norrænu - TopicsExpress



          

Tuttugu Íslendingar taka þátt í þriðju norrænu strandmenningarhátíðinni nordiskkustkultur.net sem haldin verður í Karlskrona í Svíþjóð dagana 3-8 júlí. Heimamenn reikna með tugþúsundum gesta á hátíðina marinmuseum.se Íslensk strandmenning verður áberandi á þriðju norrænu strandmenningarhátíðinni í Karlskrona í júlíbyrjun þegar hópur síldarsöltunarfólks frá Síldarminjasafnsins á Siglufirði saltar síld með hrópum og köllum, söng og dansi og endurskapar þannig setmminguna á síldarsöltunarplönum Íslands á gullárum síldveiðana. Auk þess segja þau síldarárana á Íslandi. Á Byggðarsafninu/Blekinge museum verður sýning á vatnslitamyndum Örlygs Kristfinnssonar úr bókinni Saga úr síldarfirði og einnig verða sýndar kvikmyndir sem tengjast strandmenningu þjóðarinnar. Níumanna hópur handverksfólks frá Akureyri og Eyjafjarðasveit mun sýna íslenskt handverk; spinna, prjóna, skera út, gera roðskó og fleira, klædd samkvæmt hefð um aldamótin 1900. Dr. Níels Einarsson, forstöðumaður Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar mun halda erindi á málþinginu sem er hluti hátíða haldanna og félagar úr Íslenska vitafélaginu-félagi um íslenska strandmenningu kynna íslenska strandmenningu fyrr og nú. Auk alls þessa gefst gestum kostur á að bragða á harðfiski frá Dara á Grenivík og fræðast um skreið- og harðfiskarvekun og kaupa íslenskar bókmenntir tengdar sjávarsíðunni. Hátíðin í Karlskrona er sú þriðja sem haldin er, en það er Íslenska vitafélagið-félag um íslenska strandmenningu sem á hugmyndina að þessu samstarfi norrænna grasrótarfélaga. Fyrsta hátíðin var haldin á Húsavík 2011 undir heitinu Sail Húsavík, Danir voru gestgjafar á síðasta ári og á því næsta eru það Norðmenn sem verða gestgjafar, en þá verður hátíðin haldin í Osló.
Posted on: Thu, 27 Jun 2013 08:24:35 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015