Vegna búferlaflutninga tveggja mikilvægustu mannana í lífi - TopicsExpress



          

Vegna búferlaflutninga tveggja mikilvægustu mannana í lífi mínu, Jóns Eðvalds til SanFran og Atla Viðars til Helsinki og því að Ragnheidur Maisol er í Feneyjum út nóvember .... já og að Ragnar virðist bara ekkert ætla að koma heim hefur losnað staða í innsta vinahring. Ég hef pláss fyrir einn nýjan besta vin. Hann þarf að: 1. Búa nálægt mér eða eiga bíl/hjól/mótorhjól 2. Hafa gaman að því að borða og lúxusast. 3. Vera svokölluð peppstýra - segja mér að ég sé sæt, klár, krútt og þar fram eftir götunum og minna mig reglulega á að ég megi ekki gefa afslátt. 4. Hafa takt, hvort sem það snýst um músík, dans eða mannleg samskipti. 5. Hafa kímnigáfu sem er flókið samspil orðagríns, heimilislegs fíflagangs og dónabrandara. Vinur þarf að vera "quick-witted." Kostur er að viðkomandi sé á svipuðum aldri og ég eða á svipuðu þroskastigi, sé skemmtilegur og æskilegt er að viðkomandi sé karlkyns og einhleypur. Nánari kynni en að ég mun mögulega skipta um föt í viðurvist vinar eru ekki í boði. Ég er tilbúin að upgrade-a kunningja og lágt setta vini en helst ekki ókunnuga. Hugmynd að auglýsingu er stolin frá Steindóri sem mögulega gæti hreppt fyrsta sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Posted on: Mon, 07 Oct 2013 15:44:28 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015