Við ákvàðum að taka okkur sma sumarfri og fara a ströndina. - TopicsExpress



          

Við ákvàðum að taka okkur sma sumarfri og fara a ströndina. Við tókum næturrútu suður til Sihanouk Ville. Þegar þangað var komin vorum við ekki neitt rosalega bjartsýn að helgin okkar myndi standa undir væntimgum þar sem það ringdi eldi og brennisteini. Þar sem Kambódía hefur silgt út úr rigningartímabilinu þetta àrið þà vorum við frekar fúl yfit þessum stormi. Ekki léttist á okkur lundin þegar veðurfréttirnar voru skoðaðar a veraldarvefnum. Leyfarnar af hinum alræmda fellibil yrðu i Kambódíu þessa helgina. Un hadegi hafði hins vegar lett til svo við fórum a ströndina og ákvaðum i kjölfarið að gefa skít í veðurspána og kaupa okkur ferð a Koh Rong Samloem sem er eyja rett fyrir utan Sihanouk Ville. Þangað attum við að leggja i hann klukan 9 á laugardagsmorguninn. Klukkan 8 um morguninn var bankað a hotelherberhið okkar og okkur sagt að baturinn væri að fara. Við gætum ekki gist i dorminu sem við bokuðum heldur i tjaldi a ströndinni. Með það var okkur skutlað niðrur a bryggju. Er við komum a eyjuna kom i ljost að við attum að gista i tjöldum a ströndinni, svona 1990 kr. Rúmfo tjöldum! Með veðurspana i huga afþökkuðum við tjöldin og silgdum afram með bátnum a næstu eyju, sem er mun þekktari og býður upp a mun fleiri valkosti þegar kemur að gistiplássi. Koh Rong, eyjan sem við Óli ætluðum að heimsækja i fyrra en lenntum þá a vitlausri eyju, varð því áfangastaður okkar. Yndisleg eyja, fallegar strendur, fullt af krúttlegum gistiheimilum, böngalóum og gönguleiðum. Eftir að við höfðum bókað okkur gistingu fyrir nóttina, svamlað aðeins i heiðblaum sjó og rölt um hvítar strendur rákumst við á hóp af Íslenskum stelpum. Þær voru búnar að ferðast mikið, sumar tóku Síberíuhraðlestina frá Moskvu til ... kína held eg, og aðrar höfðu ferðast i gengum Indland og Sri Lanka. Þessar stúlkur sögðu farir sínar ekki sléttar (hvernig notar maður þennan málshátt?). Þær höfðu verið rændar i Sri Lanka, Vietnam og núna síðast í Sihanouk Ville. Þar höfðu þær meðal annars tapað vegabréfum ásamt flestum öðrum verðmætum. Þetta fór mikið fyrir brjóatið á okkur og bæði hugsuðum við að best væri bara að koma sér aftur heim til littlu krúttlegu Siem Reap. Ekki dróg úr heimþránni þegar við rákumst á gistihúsaeigenda hér á eyjunni sem sagði okkur frá nýlegu morði sem framið var af innfæddum til þess eins að komast yfir verðmæti þess myrta. Nú jæja, við höfðum tvö möguleika! Hlaupa upp i næsta bát og koma okkur heim eða njóta þess að liggja og leika okkur a þessari yndislegu strönd i tvo daga. Og við erum hetjur og ákváðum að vera áfram a eyjunni, passa vel upp á dótið okkar og forðast frumskóginn þar sem morðið átti sér stað. Þetta er búið að vera alveg hreint yndislegt og nú höfum við krosslagt fingur þess efnis að við komumst stóráfallalaust til Siem Reap. Ef þið eruð komin með ofnæmi fyrir öfundsverðum myndum frá sólríkum löndum, þa er timi til kominn að blocka okkur Óla því i fyrramálið mun myndum rigna inn. Knús, Kristin og Óli
Posted on: Mon, 18 Nov 2013 06:02:00 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015