Ég hef oft verið spurður fyrir hvern ég skrifa sögurnar - TopicsExpress



          

Ég hef oft verið spurður fyrir hvern ég skrifa sögurnar mína. Fyrir börn? Fyrir fullorðna? Hinum almenna lesanda? Því er fylgt eftir að það sé mikilvægt að ég hafi það í huga. Ég vill helst ekki líta á það þannig. Ég vill frekar hugsa um hvað ég vill sýna með sögunum. Skólarnir kenna okkur að það er búið að finna alla staði og það sé ekkert eftir í heiminum að uppgvöta. Fyrir forvitnu barninu verður heimurinn leiðinlegur og óáhugaverður staður. Ég neita að samþykja það. Ófyrirgefanlegt að mínu mati. Þótt það væri bara í smá stund þá langar mér að leyfa fólki og mér sjálfum að upplifa þessa tilfinningu sem maður fékk alltaf þegar maður var barn aftur. Þegar maður sá eitthvað nýtt og var bergnuminn. Af firðrildinu sem steig upp úr grasinu eða blómum sem glitruðu í sólarljósin. Það var alltaf eitthvað nýtt að finna eða heyra af. Venjulegi verkamaðurinn sem málar graffiti á næturna. Litla músin sem enginn nær að finna í húsinu en birtist alltaf þegar síst varir. Óhugnarlegt hljóð í yfirgefnu húsi eins og einhver sé að ganga þar en þegar gáð er, er enginn þarna. Sögur af undalegum atburðum og fólki eru allstaðar. En ef ég skrifa fyrir einhvern ætli ég skrifi ekki fyrir barnið í okkur öllum? Barnið sem elskar að uppgvöta leyndardóma heimsins og að hlusta á ævintýri um snjódrottningar og dularfull tjöld. Langaði bara að deila þessu með ykkur.
Posted on: Sat, 24 Aug 2013 12:01:24 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015