Í dag, 4. ágúst, á elskulegur bróðir minn, Edvard Sigurður - TopicsExpress



          

Í dag, 4. ágúst, á elskulegur bróðir minn, Edvard Sigurður kennari sjötugs afmæli. Hann er elstur af systkinum mínum, fæddur 1943, Jón Rúnar 1945, Ólöf 1948, Guðlaug 1951 og Sigurlaug 1964. Ebbi og Nonni eins og bræður mínir hafa verið kallaðir, deildu með mér áhugaefnum árum saman á þann hátt að Ebbi tók flugpróf og átti sína eigin flugvél á tímabili eins og ég, en Jón keppti með mér í ralli i alls 38 röllum á árunum 1975-85. Við Ebbi flugum talsvert saman á ýmsan hátt og flugið batt okkur sterkum böndum. Ebbi gerðist kennari og sífellt er ég að rekast á fólk, sem ber honum afar vel sögu og segir hann hafa verið afburða kennara. Það er ekki ónýtt fyrir hann að geta litið til baka yfir slíkt ævistarf. Við Helga sendum honum og hans stóru fjölskyldu hamingjuóskir á þessum tímamótum og ljúfa þökk fyrir einstaklega gefandi samband í bræðralagi, sem aldrei hefur borið skugga á
Posted on: Sun, 04 Aug 2013 02:58:46 +0000

Recently Viewed Topics




© 2015