Í tilefni dagsins vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Það - TopicsExpress



          

Í tilefni dagsins vil ég koma eftirfarandi á framfæri. Það gengur algjörlega yfir mig að lesa orð eins og þessi: "Ég samþykki ekki hjónabönd samkynhneigðra. Ég er ekki haldinn ótta við homma, ég er hvorki á móti hommum né lesbíum. Þeim er frjálst að lifa lífi sínu eins og þau vilja en ég tel Guð sýna skírt að hjónaband er milli manns og konu og um það þarf ekkert að ræða frekar." Um hvað snýst þetta hjónaband eiginlega? Um hvað erum við að tala þegar um er að ræða hina svokölluðu „vígðu sambúð? Jú, ákveðin réttindi samkvæmt lögum, sem fyrst og fremst snúast um réttindi afkomenda hjónanna, og svo viðurkenningu samfélagsins á að þessir tveir einstaklingar tilheyri hvor öðrum. Hvað er eiginlega svona flókið við þetta þegar um samkynhneigt fólk er að ræða? Ég tek heilshugar undir orð eins vinar míns hér á Facebook þegar hann kallar þessi orð, sem eiga að vera vitnisburður um vilja Guðs, afturhald og fáfræði. Ég er eins sannfærð um það og að jörðin snýst að þessi Guð, sem sumir þreytast aldrei á að vitna til, hefur aldrei nokkurn tímann lýst þessum vilja sínum, aldrei! Ég er sannfærð um að við lifum hér fyrst og fremst til þess að skapa okkur hamingju, sýna hvert öðru kærleik, virðingu og ást, og þessi framkoma við þá sem kjósa að eyða lífi sínu með fólki af sama kyni er Guði ekki þóknanleg. Allur hinn svokallaði „rétttrúnaður“ er ekkert annað en ofstæki og ofstæki í öllum myndum er til þess fallið að skapa sundrung, óhamingju, harðvítugar deilur og þar með glæpi gegn mannkyni og Guði. Guð boðaði aldrei að neinar gjörðir mannanna réttlættu glæpsamlegar gjörðir annarra manna. Ef menn vilja svo mjög hafa túlkun spámanna á því sem Guð átti að hafa boðað, hvernig stendur þá á því að menn gleyma t.d. boðorðunum? Eitt hljóðar upp á að þú skulir ekki mann deyða. Annað hljóðar upp á að það sem þér viljið að aðrir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Hvernig væri að rétttrúnaðarfólkið hefði þetta í háveigum. Eitt af því sem þetta svokallaða „rétttrúnaðarfólk“ hefur bent á að ef of stór hluti mannkyns yrði samkynhneigður, þá hættu jarðarbúar að fjölga sér. Jæja já. Hvernig ætlar þessi alltsjáandi og refsiglaði Guð þeirra að refsa þeim sem kjósa, þrátt fyrir að teljast ekki samkynhneigðir, að eignast ekki börn? Ef of stór hluti mannkyns ákveður nú að láta skrúfa fyrir sig, hvað ætlar Guðinn þá að gera? Nei, þessi bók, Biblían, sem sumir vitna svo oft til sem heilags vitnisburðar um vilja Guðs, virðist ekkert innihalda ákvæði um refsingar ef lögin eru brotin, nema kannski þær að þá fari menn á einhvern slæman stað eftir jarvistina. Þvílík vitleysa! Og svo er mannkyninu, samkvæmt þessu, rétt það valdd að refsa og dæma og allir vita nú hvernig sá réttur er notaður. Önnur rök gegn því að vígja sambúð samkynhneigðra eru þau að vernda börnin. Þvílík endemis þvæla. Það veit minn Guð, sem er nokkuð öðruvísi innrættur en Guð rétttrúaðra, að börn eru betur komin í hamingjusamri sambúð, sama hvers kyns menn eru, en hjá óhamingjusömu, veiku, ábyrgðarlausu og jafnvel grimmu fólki, sama hver kynhneigð þess er. Kynhneigð skiptir ekki nokkru einasta máli þegar um velferð barna er að ræða, engu! Það er þyngra en tárum taki að fólk skuli taka sér það vald að dæma annað fólk fyrir kyhneigð þess. Það hvort konur búa með eða sofa hjá öðrum konum eða karlar hjá öðrum körlum, skiptir bara nákvæmlega engu einasta máli. Það skaðar ekki annað fólk á nokkurn hátt. Ef ég finn sanna hamingju í því að ganga á höndum alla daga, þá kemur það engum við. Ef ég sef hjá konu næstu nótt, tvítugri eða sjötugri, þá kemur það engum við á meðan ég sýni henni virðingu, ást og kærleika. Nei, baráttan fyrir því að steypa alla í sama kynhneigðarmótið elur af sér miklu miklu meiri óhamingju, virðingarleysi og glæpi en að samþykkja og fagna fjölbreytileikanum, elska samkynhneigt fólk eins og nágranna okkar og meðbræður, virða þau og styðja. Gleðilega göngu gott fólk, njótið dagsins og hvers annars.
Posted on: Sat, 10 Aug 2013 11:52:19 +0000

Trending Topics



sttext" style="margin-left:0px; min-height:30px;"> ► ON in 30 minutes...JOIN NOW! ►► ►► CREATE MASSIVE
DUBAI FEASTERS who has cars and will be attending the upcoming
All the sudden Ive started to see many articles on FB pop up
People think a soul mate is your perfect fit, and that’s what
Vista Lever Roll Towel Dispenser (58553GPT) Category: Paper Towels
Me (22tigerdude), SebCarrasco, and Brian Mendoza introduce a new

Recently Viewed Topics




© 2015