Það er eðlilegt að hinn almenni borgari upplifi áhugaleysi - TopicsExpress



          

Það er eðlilegt að hinn almenni borgari upplifi áhugaleysi stjórnmálamanna á sínum kjörum. Það þýðir ekkert fyrir vinstri menn að kenna sjálfstæðismönnum um, þeir eru undir sömu sökina seldir og ættu að vera menn til að skammast sín. Vinstri flokkarnir telja fólki trú um að þeir beri hag almennings meira fyrir brjósti en Sjálfstæðisflokkurinn. Það gerir þeirra sök meiri. Það var krati sem framdi það óhæfuverk að láta sjómenn taka þátt í útgerðakostnaði og það var gert þann stutta tíma sem tær vinstri stjórn sat við völd árið 1978, þannig að þeim fer ekki vel að tala um þjónkun sjálfstæðismanna við útgerðarmenn. Svo voga þeir sér að segja að sjálfstæðismönnum sé sama um hag sjúklinga. Það er engum sama um hag sjúklinga en birtingarmynd verka stjórnmálamanna getur virkað á þann veg, skiptir engu máli í hvaða flokki þeir eru. Árið 1991 var heilbrigðisráðherrann úr hópi krata. Þá var haldið málþing um heilbrigðismál. Þar kom fram að kostnaðarþátttaka sjúklinga í lyfjakaupum hefði hækkað um 10% á einu ári og barnalæknir benti á að hann efaðist oft um að foreldrar hefðu efni á lyfjum sem hann skrifaði upp á. Svo má ekki gleyma að heilbrigðisráðherra snarhækkaði laun forstjóra Landspítalans á sama tíma og ekki var hægt að hækka laun almennra starfsmanna, það var í síðustu vinstri stjórn. Því miður er enginn flokkur á þingi sem tekur sannfærandi afstöðu með hagsmunum almennings, en allir vilja vissulega vel að þessu leiti. Sjálfstæðismenn höguðu sér með sambærilegum hætti og Samfylkingin með því að mótmæla ekki kröftuglega launahækkunum æðstu stjórnenda fyrir skömmu. Sjálfstæðismenn eiga ekki að feta í fótspor krata og samþykkja meiri launahækkanir til hálaunahópa á meðan engin innistæða er fyrir kauphækkunum yfirleitt.
Posted on: Mon, 04 Nov 2013 10:09:44 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015