Það eru tvö mál sem þarf að vera fyrstu verk nýrrar - TopicsExpress



          

Það eru tvö mál sem þarf að vera fyrstu verk nýrrar ríkisstjórnar á morgun þegar þau setja sumarþingið. Þessi tvö mál eru mest aðkallandi að gera án tafar og hefði átt að vera búið að framkvæma fyrir löngu. Fyrst þarf að stöðva allar aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á eignum þar sem áhvílandi eru svokölluð erlend eða gengisbundin lán á meðan beðið er endanlegra dóma um lögmæti allra forma lánasamninga þeirra sem eru þar á bak við. Það þarf að hafa í huga að bankarnir velja oft að fara frekar í önnur "venjuleg" lán á sömu eign til að komast fram hjá því að fara í gengislánin en auðvitað eru þessi lán "venjulegu" lán í uppnámi vegna þess að stökkbreyting ólöglega gengislánsins er búinn að éta upp allan veðréttinn. Einnig skal stöðva aðfarargerðir, gjaldþrot, nauðungarsölur og sölur á veðhafafundum á grundvelli verðtryggðra neytendalána á meðan beðið er dóma um lögmæti verðtryggðra neytendalánasamninga. Samhliða þessu þarf að sjá til þess að setja ný lög og flýta fyrir lagabreytingum handa þeim sem gerðir hafa verið gjaldþrota, fengið á sig árangurslaust fjárnám, eign þeirra seld nauðungarsölu eða á veðhafafundi á grundvelli ólöglegra lána og ólöglegum útreikningum þeirra þannig að þessir aðilar geti fengið nafn sitt og æru aftur og einnig heimili sín og fjölskyldu sinnar til baka frá lánastofnunum í þeim tilfellum sem það er mögulegt. Sjá í þessu sambandi 115. mál, lagafrumvarp á 141. löggjafarþingi sem t.d. Eygló Harðardóttir nýr Félagsmálaráðherra var meðflutningsmaður að, ég er búinn að gera smábreytingar og bætur á þessu út frá nýlegum dómum sem ég mundi vilja kynna fyrir ríkisstjórninni áður en þetta yrði samþykkt. Vil nota tækifærið og benda á nokkur atriði til viðbótar sem ekki má bíða með lengur: Alþingi þarf strax að semja og samþykkja frumvarp um heildarrannsókn á fjárhagsstöðu heimilanna sem gerir það kleift að samkeyra allar upplýsingar frá lánastofnunum, ríkisstofnunum og öðrum um skuldamál og stöðu heimilanna. Stuðla skal að því að boðið sé upp á óverðtryggt húsnæðislánakerfi sambærilegt og á hinum Norðurlöndunum og einnig þarf að styðja við uppbyggingu sterks leigumarkaðar. Endurskipuleggja þarf embætti Umboðsmanns skuldara á þann veg að hann fari að vinna fyrir skuldara og með hagsmuni þeirra að markmiði. Afnema skal verðtryggingu á neytendalánum til framtíðar á Íslandi og á meðan verið er að ná jafnvægi á neytendalánamarkaðinum þá verður að setja þak á vexti neytendalána. Finna þarf út raunframfærslukostnað íslenskra fjölskyldna, þ.e. hvað það kostar að lifa hófsömu, mannsæmandi lífi á Íslandi eins og gert er á hinum norðurlöndunum. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að finna út og fá flýtimeðferð á því að skorið sé úr um þau álitamál sem eftir eru varðandi gengislánin. Gera þarf sem fyrst, allt sem hægt er til að fá flýtimeðferð á dóma um það hvort verðtryggingin, eins og hún hefur verið framkvæmd á neytendalánum hingað til, bæði með tilliti til neytendalaga og MIFID-reglna í verðtryggðum lánasamningum, sé ólögleg. Hér hef ég farið yfir það helsta sem ný ríkisstjórn þarf strax í byrjun að ráðast í fyrir fjölskyldur og heimilin í landinu að mínu mati og fór ég viljandi ekkert út í snjóhengjuna, gjaldmiðilinn eða vogunarsjóðina, einnig er sneitt fram hjá jafn sjálfsögðum hlutum eins og leiðréttingu lægstu launa og bóta til elli- og örorkulífeyrisþega svo fátt eitt sé nefnt og annað sem sjálfsagt er að verði tekið á strax. Sjá nánar á :
Posted on: Wed, 05 Jun 2013 23:26:53 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015