"Þessu mátti búast við, en UMBA tekur ekki á lögum nr. - TopicsExpress



          

"Þessu mátti búast við, en UMBA tekur ekki á lögum nr. 108/2007, um verðbréfaviðskipti sem tóku gildi 1. nóvember 2007, var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópusambandsins um markaði fyrir fjármálagerninga (e. Markets in Financial Instruments Directive eða svokölluð MiFID-tilskipun). Með nýjum verðbréfaviðskiptalögum breyttust ýmsar mikilvægar reglur sem lutu að því hvernig standa átti að viðskiptum með verðbréf. MiFID-tilskipunin náði til allra ríkja á EES svæðinu, þ.e. aðildarríkja ESB auk Íslands, Noregs og Liechtenstein. Markmið laganna var að setja samræmdar reglur um neytendavernd fjárfesta og skapa sameiginlegan innri markað með fjármálaþjónustu. Lögð er áhersla á aukið eftirlit, faglega framkvæmd og upplýsingagjöf. Þá var löggjöfinni ætlað að tryggja að þeir viðskiptavinir fjármálafyrirtækja, sem eiga í verðbréfaviðskiptum, fái ávallt viðeigandi upplýsingar og ráðgjöf. Í upplýsingabæklingi Fjármálaeftirlitsins sem gefin var út í sambandi við þessa nýju löggjöf og heitir „Upplýsingarit um MiFID fyrir neytendur - Að fjárfesta í fjármálaafurðum“ segir: Sem dæmi um einfaldar afurðir (e. non-complex) má nefna: Hlutabréf sem tekin hafa verið til viðskipta á skipulegum verðbréfamarkaði, peningamarkaðsskjöl, ýmsar tegundir skuldabréfa, hlutdeildarskírteini í tilteknum sjóðum um sameiginlega fjárfestingu. Sem dæmi um flóknar afurðir (e. complex) má nefna: Valréttarsamninga, framtíðarsamninga, skiptasamninga og aðrar afleiður, samninga um fjárhagslegan mismun, breytanleg skuldabréf, áskriftarréttindi. Samkvæmt MiFID reglunum ber fjármálafyrirtækjum einnig að skipta viðskiptavinum sínum í þrjá meginflokka: 1) viðurkennda gagnaðila, 2) fagfjárfesta og 3) almenna fjárfesta. Síðastnefndi flokkurinn um almenna fjárfesta nýtur mestrar verndar, sem m.a. felst í því að þeim er óheimilt að taka þátt í flóknum fjármálagjörningum (e. complex eða flóknar afurðir) á borð við afleiðuviðskipti. Það er einnig ljóst að það er á ábyrgð fjármálastofnunarinnar að kynna sér í hvaða flokki fjárfesta hver viðskiptavinur á heima." Guðmundur Franklín Jónsson)
Posted on: Thu, 11 Jul 2013 21:43:39 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015