Þá er leikur Brasilíu og Spánar að hefjast. Margt bendir til - TopicsExpress



          

Þá er leikur Brasilíu og Spánar að hefjast. Margt bendir til þess að þetta geti orðið forsmekkurinn að úrslitaleik HM á næsta ári. Brasilía er lið sem á erfitt með að setja upp taktík eða réttara sagt þeir, hafa ekki áhuga á því. Þetta hefur kostað þá amk. tvo heimsmeistaratitla í gegnum tíðina. Þeir trúa því einfaldlega að þeir séu bestir og hafi mestu snillingana innanborðs. Það er því ekki trúverðugt þegar Scolari segist hafa reiknað spænska liðið út. Í liðinu í dag er aðeins einn snillingur en margt ágætra leikmanna. Ef vörnin er fókúseruð er hún virkilega góð þó rétt sé að hafa í huga að Brasilíumenn líta svo á að bakverðir frekar sóknarmenn en varnarmenn. Spænska liðið er engu líkt og skrifar nýjan kafla í knattspyrnusöguna með hverjum leik. Xavi er reyndar aðeins farin að eldast og spurning hvort þurfi ekki að hvíla hann meira. Spánverjar verða því að teljast líklegri þó heimavöllurinn geti ráðið miklu. Takið eftir því að Brasilíumenn hafa loðnari velli en tíðkast í Evrópu þanig að flæðið á boltanum getur orðið annað.
Posted on: Sun, 30 Jun 2013 21:38:49 +0000

Recently Viewed Topics




© 2015