Chavela Vargas sem lést fyrir rétt rúmu ári, var ein af - TopicsExpress



          

Chavela Vargas sem lést fyrir rétt rúmu ári, var ein af frægustu söngkonum Mexíkó. Þó svo tónlist hennar þyki sérstaklega mexíkósk var Chavela ekki upphaflega þaðan, en hún bjó þar næstum allt sitt líf. Hún fæddist í Costa Rica 1919 og var skýrð María Isabel Anita Carmen de Jesús, en hún lét alla kalla sig Chavelu, sem er gælunafn yfir annað nafn hennar, Isabel. Þegar hún var fjórtán ára gömul yfirgaf Chavela heimaland sitt því þar voru of fáir möguleikar fyrir unga upprennandi söngkonu og flutti til Mexíkó þar sem menningarlífið blómstraði. Hún byrjaði á að syngja á götum úti en um þrítugt varð hún atvinnusöngkona. Þegar Chavela var að byrja að koma fram gerði hún það í gervi karlmanns, en hún söng í cancíon ranchera stíl, sem var iðulega sunginn af karlmönnum. Söngurinn einkennist af því að hann er karlmannlegur en tilfinningaþrunginn samtímis, það er til dæmis sungið um ástina frá sjónarhorni karlmannsins. Þar sem það þótti ekki við hæfi í karlrembusamfélagi þessa tíma að karlmenn beruðu tilfinningar sínar opinberlaga einkenndist þessi tegund söngs einnig af því að flytjandinn var iðulega fullur. Á þessum tíma drakk Chavela mikið og reykti vindla. Þegar hún söng gerði hún það ein og hafði aðeins einn gítarleikara með sér á sviðinu og reyndi að syngja eins og drukkinn karlmaður. Partur af því að reyna að hljóma meira eins og karlmaður var að hún hægði öll lögin, en með því komu þau líka gjarnan talsvert dramatískari út en þau voru samin. Grín og fylleríis dónalög gátu orðið háalvarleg og drungaleg. Chavela hélt áfram að koma fram hér og þar og varð nokkuð þekkt fyrir að spila á túrista börum. Hún gaf ekki út sína fyrstu plötu, Noche de Bohemia, fyrr en 1961. Eftir það gaf hún svo út rúmlega 80 plötur og varð gríðarlega vinsæl, sérstaklega á sjötta og sjöunda áratugnum. Um 1970 lagðist hún að mestu leiti í helgan stein. Hún dróg sig úr sviðsljósinu til þess að sigrast á baráttu sinni við alkahólisma sem hún hafði kljást við í 15 ár, hún kallaði þetta síðar fimmtán árin sín í helvíti. Árið 2007 sagði hún svo í viðtali við New York Times að hún hefði ekki smakkað á áfengi í 25 ár. Árið 2000, þegar Chavela var 81 árs kom hún út úr skápnum. Hún sagði spænska dagblaðinu El país að hún hefði fæðst svona, að hún hefði aldrei sofið hjá karlmanni og að hún skammaðist sín ekki fyrir neitt. 5 Ágúst 2012 dó Chavela. Hún var þá 93 gömul og lést úr hjarta- og lungnaveikindum. Auk þess að gefa út mikið af tónlist kom Chavela líka fram í nokkrum bíómyndum, þar á meðal Frida, sem kom út árið 2002 um líf myndlistarkonunnar Fridu Kahlo sem talið er að hafi verið ástkona Chavelu um skeið þegar hún var ung. Hér að neðan er brot úr myndinni Frida þar sem Chavela söng lag sitt, La Llorna svo eftirminnilega.
Posted on: Fri, 30 Aug 2013 17:23:26 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015