Hef tekið eftir því að sumir kalla skrif mín hér neikvæð. - TopicsExpress



          

Hef tekið eftir því að sumir kalla skrif mín hér neikvæð. Hið merkilega er að mér virðist að það vera yfirleitt vegna þess að þeir eru ekki sammála mér. Það að ég hafi aðra skoðun en þeir ER ekki neikvæðni... það er önnur skoðun. En ég hef oft tekið eftir því að sumir lesa hreinlega ekki það sem ég skrifa áður en þeir fara að gagnrýna það eða þá að þeir setja upp gleraugu sem ég skil ekki hvernig virka. Þannig var t.d. umræða sem ég efndi til um einelti túlkuð sem illmælgi um bæinn minn í stöku tilfelli - það er auðvitað af og frá. Slík skrif eru sprottinn af umhyggju fyrir bænum og bæjarbúum og ætti það auðvitað að vera augljóst. Að ég taki afstöðu með síldveiðum heimamanna og gegn utanaðkomandi veiðiflotum sé túlkað sem neikvæðni í garð míns heimabæjar er auðvitað enn fráleitara. Þeir sem að kalla skrif mín neikvæð ættu kannski að spá í hvort að neikvæðnin sé ekki raunverulega þeirra sjálfra. Það að geta ekki hlustað á skoðanir annarra eða að hafa engin önnur gagnrök en að kalla þær neikvæðni... að ÞAÐ er neikvæðni.
Posted on: Thu, 31 Oct 2013 07:08:06 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015