Jón Hallur Stefánsson: Spurningunni um Rás 1 svaraði Páll - TopicsExpress



          

Jón Hallur Stefánsson: Spurningunni um Rás 1 svaraði Páll svona: Aðferðafræðin við að gera þetta var þannig að þetta fer eiginlega að neðan og upp, að því leyti til að útvarpsstjórinn gaf í þessu tilviki engin dírektív um það hvernig ætti að fara að þesu heldur voru yfirmenn sviðanna, allra skapandi sviðanna, það er að segja yfirmenn dagskrársviðanna, sem komu sér saman um það, eiginlega núllsettu sig, og komu sér saman um það, hvernig getum við gert sem best útvarp og sjónvarp miðað við þessu skertu fjárráð sem við höfum. Þessi rammi var gerður svoleiðis og það er bara faglegt mat að það er með þessum hætti sem við nýtum best fjármagnið. (....) En þetta telja menn vera, út frá faglegum forsendum, yfirmenn dagskrárinnar hér inni, besta nýtingin á þessu fjármagni. Hann svaraði henni sem sagt ekki. Af 39 starfsmönnum sem sagt er upp eru 11 úr hópi dagskrárgerðarmanna Rásar 1. (Hvað eru annars margir eftir?) Einhverjir til viðbótar af þeim sem sagt var upp tengjast beint útsendingum Rásar 1, einsog Bjarni Rúnar Bjarnason tónmeistari. Frílansfólk er heldur ekki inni lengur. Þetta þýðir að vinnustundir við dagskrárgerð á Rás 1 eru skornar niður um meira en helming, kannski mun meira. Á hvaða forsendum var þessi rosalega ákvörðun tekin? Hún þýðir að sú Rás 1 sem við þekkjum hefur verið lögð niður, umræðulaust og án þess að nein drög hafi verið lögð að því hvað eigi að koma í staðinn. Sem er algjörlega óásættanlegur glannaskapur. Útskýringar Páls eru aumar undanfærslur, það er einsog hann hafi ekki nokkurn skilning á því hvað hann er að gera og finnist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Ég hef óþægilega á tilfinningunni að þetta menningarslys hafi gerst óvart, af því að Páll hafi ekki haft nokkra innsýn í hvað gert hefur verið útvarpsmegin á neðstu hæðinni í Útvarpshúsinu og hafi ekki haft samráð við neinn sem þar þekkir til. Það þarf að bjarga Rás 1 meðan það er hægt og nei, Páll er ekki maðurinn til þess. Út með hann!
Posted on: Sat, 30 Nov 2013 23:49:01 +0000

Recently Viewed Topics




© 2015