Komiði sæl dúllurnar mínar. Aftur heilsa ég ykkur frá London - TopicsExpress



          

Komiði sæl dúllurnar mínar. Aftur heilsa ég ykkur frá London og hef nú verið hér í um það bil 7 vikur. London er búin að vera nokkuð góð við mig eftir að ég hef komist betur inn í hlutina hér. Svona miðað við það að fyrstu vikuna var ég eins og mús hérna í herberginu mínu og þorði varla að kíkja út um gluggann. Þegar ég fór að sjá að það beið mín ekki hnífur eða byssa á hverju götuhorni þá fór þetta að lagast. Stundum grípur dramatíkin mann. Skólinn gengur bara helvíti vel og svona hingað til sé ég ekki eftir þessari ákvörðun minni. Er að læra fullt af hlutum sem eiga pottþétt eftir að nýtast vel. Það eina slæma sem ég get sagt um skólann er að ég vildi að hann væri á hverjum degi en ekki bara einu sinni í viku. Ég hélt ég myndi aldrei segja það um skóla en djöfull er gaman að láta koma sér á óvart. Síðustu helgi fór ég svo á tvo fótboltaleiki bæði í Liverpool og svo hér í London. Ég skrifaði smá ferðasögu um helgina og ef ykkur langar alveg ógeðslega, hrikalega og innilega mikið að lesa hana þá er hún hérna fyrir neðan. Nú og ef ykkur langar bara ekkert að lesa hana þá verður hún bara samt hérna. Vona að þið hafið gaman að henni.
Posted on: Sun, 17 Nov 2013 17:18:18 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015