Kvöldsagan: Maðurinn sem átti hugmyndina að Hróknum -- bara - TopicsExpress



          

Kvöldsagan: Maðurinn sem átti hugmyndina að Hróknum -- bara til að sjá svipinn á þeim! Hann hét Dan Hansson. Engin andlátsfrétt mér óskylds manns sló mig harðar, en þegar minn bróðir Róbert Lagerman hringdi í mig 20. ágúst 1999 og sagði mér að Dan væri dáinn. Dan Gunnar Hansson fæddist 10. júní 1952, sænskrar ættar, útvalinn af skágyðjunni, snillingur að upplagi, ljúflingur, dásemdarinnar útvaldi óskadrengur. Við kynntumst á Grandrokk við Klapparstíg. Þá hafði hann löngu fyrr unnið sigur á Íslandsmótinu í skák -- en fékk ekki Íslandsmeistaratitilinn, ,,af því ég var immigrantur einsog hann sagði með sínum syngjandi sænska hreimi. En hann átti hugmyndina: ,,Afhverju stofnum við ekki skákfélag hér á Grandrokk, byrjum í 4. deild og förum upp í þá fyrstu og verðum Íslandsmeistarar -- bara til að sjá svipinn á þeim! Bara til að sjá svipinn á þeim. Dan var í sigurliðinu okkar í 4. deild. Og svo var hann allt í einu dáinn. 20. ágúst 1999. Ég var í Stóru-Ávík þegar mér bárust harmafregnirnar. En við Róbert ákváðum að halda áfram. Við unnum og unnum. Fjórðu deild, þriðju deild, aðra deild, fyrstu deild, Íslandsbikararinn. Aftur og aftur. Fyrir Danna. Svo hættu gullverðlaunin að skipta máli. Útbreiðsla fagnaðarerindisins var það sem skipti máli -- og við heimsóttum alla skóla á Íslandi, ár eftir ár, gáfum 25.000 börnum eintak af bókinni ,,Skák og mát, héldum alþjóðleg skákmót, fórum til Grænlands, Afríku, Sarajevo. Um þetta mætti víst skrifa heila bók. Hún yrði spennandi. En hér er uppáhaldslagið hans Danna:
Posted on: Tue, 26 Nov 2013 01:55:17 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015