Magnús Kristjánsson Mikið hefur verið rifist um - TopicsExpress



          

Magnús Kristjánsson Mikið hefur verið rifist um kvótakerfið og auðlindagjald. En merkilegt nokk, engin rífst um verðtrygginguna og lífeyrissjóðina. Á þessu ári þá skilar verðtryggingin kröfuhöfum ca. 60 miljörðum í verðbætur fyrir utan vexti sem eru jafnháir og almennt gerist í löndunum í kringum okkur. Hugsið aðeins um þetta………..verðbæturnar jafngilda verðmæti 100 þúsund tonna af þorski upp úr sjó og þá á eftir að draga frá allan kostnað við að ná í fiskinn, já 100.000 tonn af þorski sem er ein okkar mikilvægasta tekjuauðlind. Þetta er það sem verðbæturnar skila á einu ári í dag. Ég ætla ekki að deila hér um auðlindagjaldið en það hefði gefið ca. það sem lánveitendur fá í verðbætur á hálfum mánuði………….hafið þið hugsað út í þetta…………þessi fjárhæð er fyrir utan þá vexti sem þeir fá greidda af lánunum. Ef verðbólgan fer að stað þá þarf hugsanlega 200 þúsund tonn af þorski til að ná samanburði og ekki er verið að tala um háa verðbólgu þar. Á síðasta fiskveiðitímabili var þorskvótinn 177 tonn…..…..já þetta er satt þótt ótrúlegt sé. Þessir miklu snillingar t.d. hjá lífeyrissjóðunum hafa sett fram þá kröfu að fá að auka það sem þeir fjárfesta í óskráðum félögum úr 20% í 25% þ.e. fyrirtæki sem ekki eru skráð á markaði……………flott bara að auka þetta í 30% eða 40% það skiptir engu hvað þeir tapa þeir ná þessu til baka frá heimilum landsins……………þökk sé verðtryggingunni. Menn tala um að aðalvandamálið við afnám verðtryggingar sé að ná sátt við kröfuhafa/lífeyrissjóðina………………Hvað er þá málið – við eigum þá en ekki Gylfi í ASÍ eða SA. Segjum hingað og ekki lengra og hættum að láta þessa aðila arðræna okkur – Það er okkar besti lífeyrir að vera skuldlaus í ellinni og eiga sparnað. p.s. svona fara þeir með peningana okkar í óskráðum félögum. ruv.is/innlent/lifeyrissjodir-a-tortola
Posted on: Wed, 04 Sep 2013 00:33:49 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015