Nokkuð vel drukkinn maður kom inn á bar í miðborginni um - TopicsExpress



          

Nokkuð vel drukkinn maður kom inn á bar í miðborginni um helgina. Hann stóð við endann á barborðinu og starði á einu konuna á staðnum, sem sat á barstól og drakk úr glasinu sínu. Hann gekk að henni óstöðugur á fótunum, renndi hendinni undir pilsið og byrjaði að strjúka henni innanklæða. Konan stökk á fætur æpandi og gaf manninum sitt undir hvorn. Þeim drukkna brá við þetta, baðst afsökunar og sagði að hún væri svo lík konunni hans að hann hafi haldið að þetta væri hún. Konan jós úr skálum reiði sinnar, sagði hann fyllibyttu og aumingja, óalandi og óferjandi rudda og dusilmenni sem ætti ekki að láta sjá sig innan um almennilegt fólk. Sá fulli snar sneri við, hrökklaðist út og heyrðist tuldra á leiðinni: Djöfull er þetta furðulegt! Hún hljómar líka alveg eins og konan mín!!
Posted on: Thu, 05 Sep 2013 07:59:28 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015