Nú er allt í fári í þessari ESB umræðu. Vandamálið - TopicsExpress



          

Nú er allt í fári í þessari ESB umræðu. Vandamálið byrjaði með því að fyrrverandi ríkisstjórnarmeirihluti ákvað að sækja um aðild án þess að spyrja þjóðina og án þess að pólitískur vilji væri hjá báðum stjórnarflokkunum. Ekki er pólitískur vilji hjá núverandi stjórnarflokkum um að ganga í ESB. Þegar svo stendur á er einungis um tvennt að ræða. Að þingið álykti um að hætta aðildarviðræðum og aðlögun eða að kosið verði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þjóðin vilji í ESB. Verði niðurstaðan að þjóði vilji í ESB verði aðlögunni haldið áfram og samið um það hve langan tíma það skuli taka. Annað er ekki í svokölluðum "pakka" og allt tal um að kíkja í þennan pakka er bara til að rugla fólk.
Posted on: Tue, 20 Aug 2013 13:36:08 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015