Og það var rigning og rok fram eftir degi. Svo fraus glerhálka - TopicsExpress



          

Og það var rigning og rok fram eftir degi. Svo fraus glerhálka komin aftur. Gegningar, við Bjarndýrið ætluðum á fund á Ísó en honum var frestað fram í des, ekkert flogið vegna veðurs. Svavar fór úteftir rak heim allt fé sem á vegi hans varð ca 120 st allar komnar í hús . Bjarndýrið var ferlega slapp í morgun, tautaði um að hann væri að verða ónýtur, át nú samt í hádeginu og spjallaði við Sæma á mjólkurbílnum, sem við tældum með okkur í hádegismat. Svo tók letistóllinn við, pakkaður í teppi, ullarsokka og húfu með rafmagnsofninn rétt hjá á . Sigurbjörgu fanst afi hálfskrítinn kunni ekki við hann svona útafliggjandi, svo skreiddist kallinn inní rúm og er með tölverðan hita, sefur eins og rotaður. Ég skrapp út um kaffið handmjólkaði nýbæruna í kálfinn, sú varnú ekki viðmótsþýð, varð að skella á hana hálsbandi og mýla svo og hefta þá loksins gat ég fengið nokkra dropa í kálfskepnuna. Ekki vildi hún kara kálfinn heldur stangaði hann ef hann reyndi að standa í lappirnar. Ég setti hann í band í fóðurganginn og kom honum og næsta á undan í burtu því önnur var að byrja burð, sú lagði alla sína miklu móðurást á kálfanan og hugsaði ekkert um burðinn. Við Svavar létum hana bíða til kvölds, hefðum kanski átt að draga kálfinn ut eftir gjafir, var lifandi þá, hann var dauður þegar ég kom næst, hafði hann ekki út ein, orkulítil, eins og skrattinn héldi á móti, hringdi í Svavar og bað um hjálp. Rautt, dautt, naut. Kýrin komin á fætur farin að éta ,færði henni gamlan kálf, þá tók hún gleði sína. Barnið komið heim , Björninn hrýtur, drengurinn kominn af leikæfingu á Flateyrinni, frumsýning 1. des. Best að skreiðst í bælið , helv magapest að hrjá min, í allan dag, ætlaði á smá fund á Ísó í kvöld, fór ekki og hefði reyndar illa haft tíma til þess. Te og ristað komið í belginn, veit nú samt ekki hvort ég hefði nokkuð átt að éta, en .. maður verður að koma í sig vökva og einhverju þurrefni , vinnur víst lítið bensínlaus. Þýtur bál um þarmalind um það ei flettum blöðum. Og víst má bara leysa vind á viðurkenndum stöðum. njótið nætur ...;)....
Posted on: Fri, 22 Nov 2013 01:01:40 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015