„Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en - TopicsExpress



          

„Ríkisbókhaldið er í raun og veru ekkert öðruvísi en venjulegt heimilisbókhald. Hugsum okkur fjölskyldu sem eyðir um efni fram. Á hverju ári þarf hún að taka bankalán til þess að endar nái saman. Þessi snjóbolti er fljótur að stækka og stöðugt fer meira af heimilistekjunum í vexti og afborganir.“ Ég þoli ekki þessa samlíkingu. Ríkið er nefnilega ekkert eins og heimilisbókhald. Þetta er eins og að bera saman hlaupahjól og júmbóþotu. Ríkið hefur til að mynda almennt lengri tíma í virkri tekjuöflun en fjölskylda. Það má nefna sem dæmi að núverandi þjóðríki er svona 300 ára gamalt. Þær eru nokkrar kynslóðirnar í þessar fjandans fjölskyldu á þeim tíma. Eyðsla ríkisins er þess eðlis að væri það fjölskyldan þýddi samdráttur hjá henni verulegt högg á allar fjölskyldur í kring; botnlangann, götuna, hverfið og borgina. Ríkið hefur peningaprentun í hendi sér sem engin fjölskylda hefur og ríkið getur skorið svo harkalega niður að samdráttur verður þjóðarframleiðslu þannig að þótt skuldasöfnun hætti og jafnvel þótt skuldir séu greiddar niður og þær minnka í krónutölum þá geta þær hækkað í hlutfalli við þjóðarframleiðslu og eignir. Það er engin fjölskylda sem nokkurt okkar þekkir sem hefur það vald í hendi sér. Jú, jú þær eru til en varla er þessi þingkona að tala um slíkar fjölskyldur enda á þessi bjánalegi pistill að tala til flíspeysunnar. Fjandans skrum og kjaftæði alltaf í þessu liði!
Posted on: Sat, 05 Oct 2013 22:45:23 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015