og í gærmorgun heyrði ég sagt frá nýjum tölvuvírus. Hafi - TopicsExpress



          

og í gærmorgun heyrði ég sagt frá nýjum tölvuvírus. Hafi ég tekið rétt eftir þá ræðst hann inn á tölvur og gagnageymslur og dulkóðar þar allar upplýsingar. Eiganda tölvunnar er því næst boðið að greiða 300 dollara fyrir lykil sem afkóðar upplýsingarnar á ný. Geri hann það ekki er lyklinum eytt til eilífðar. Til samanburðar bætti e.t.v. hugsa sér að inn á heimili manns kæmi óboðiðnn gestur sem tæki með sér fjölskyldualbúmin og kæmi fyrir í kassa með sjálfvirkum íkveikibúnaði sem aðeins væri hægt að slökkva á með því að greiða eiganda kassans 300 dollara. Þetta er ansi merkilegt finnst mér og jafnvel hugvitssamlegt. - Þessi frásögn vakti áhugaverða spurningu í huga mér um ólöglegt niðurhal. Sumir telja að niðurhal á höfundavörðu efni á internetinu sé ekki þjófnaður í venjulegum skilningi (m.a. vegna þess að hann fer ekki fram í „í kjötheimum og það sé ekki hægt að koma í veg fyrir hann). Þannig talaði Helgi Hrafn Gunnarsson í þætti Gísla Marteins. Spurningin mín er þessi: Þegar upplýsingar eru teknar „í gíslingu eins og vírusinn gerir - eða öllu heldur þegar greiðslan sem innt er af hendi til að frelsa þær fer fram - er þá ekki um þjófnað að ræða í skilningi Pírata?
Posted on: Wed, 06 Nov 2013 09:00:42 +0000

Recently Viewed Topics




© 2015