"Í Bandaríkjunum var háð hrikaleg borgarastyrjöld á - TopicsExpress



          

"Í Bandaríkjunum var háð hrikaleg borgarastyrjöld á næstliðinni öld sem kostaði fleiri Bandaríkjamenn lífið en allar styrjaldir sem þeir hafa síðan háð samanlagt. Hún endaði með uppgjöf Suðurrikjanna. Margir Norðanmenn voru ekki mildir í griðunum og léku Sunnanmenn grátt. En brátt fengu hinir vitrari menn komið á viðunandi griðum. Hvort sem þau eru alveg heil enn í dag þá eru Bandaríkin ein þjóð og hafa sýnt það og sannað síðan. Sú eina þjóð sem heimurinn getur treyst til að geta haft afgerandi áhrif. Þessi þjóð hefur ein kjarkinn og einbeitnina sem þarf. Allar aðrar þjóðir, í sambandi eða einar sér, sýndu það til dæmis á Balkanskaga, að þeir búa ekki yfir þeim eiginleikum sem til þarf á ögurstund. Því standa menn á öndinni út af Sýrlandi en heimta allt af Bandaríkjunum þegar þeir geta ekkert sjálfir." Halldór Jónsson verkfræðingur, flugdellukall, tennis- og badmintonspilari.
Posted on: Mon, 09 Sep 2013 09:41:00 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015