Þrír félagar fóru saman í veiðitúr austur á - TopicsExpress



          

Þrír félagar fóru saman í veiðitúr austur á Þingvallavatn. Þeir höfðu með sér bát og réru út á vatnið. Eftir að hafa reynt lengi, án árangurs, birtist skyndilega engill í bátnum hjá þeim. Þeir sátu lengi hljóðir og störðu á engilinn, en eftir nokkrar mínútur spurði sá fyrsti hvort engillinn gæti hjálpað sér. Til þess er ég hér, sagði engillinn, hvað vanhagar þig um? Ég er búinn að vera svo slæmur í baki síðan ég lenti í slysi á sjónum í gamla daga að ég er bara alveg búinn á því að sitja hérna. Engillinn teygði fram höndina og snerti bakið á manninum, sem umsvifalaust varð verkjalaus í fyrsta skipti í áratugi. Sá næsti var með hnausþykk gleraugu og hafði bæði verið strítt vegna þess og orðið fyrir ómældum óþægindum vegna þess. Hann spurði hvort engillinn gæti hjálpað sér eitthvað. Engillinn brosti fallega, teygði sig fram, tók gleraugun af manninum og kastaði þeim út í vatnið. Um leið og gleraugun snertu vatnið varð allt skýrt og greinilegt fyrir augum mannsins. Þá snéri engillinn sér að þriðja manninum með sitt guðdómlega bros. Sá þriðji hrökklaðist afturábak fram í stefni og hreytti út úr sér: Komdu ekki nálægt mér! Ég er nýbúinn að fá samþykktar örorkubætur!
Posted on: Tue, 23 Jul 2013 23:10:53 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015