Þökk sé góðu fólki voru börnin í næturpössun í nótt og - TopicsExpress



          

Þökk sé góðu fólki voru börnin í næturpössun í nótt og við frúin fengum að sofa út sem er ekki algengt á þessum bæ. Það varð þó til þess að ég missti af einvígisskák nr. 2 hjá Carlsen og Anand. Henni var lokið með jafntefli þegar ég skreið á fætur og verður að segjast að hún var ansi leiðinleg! Anand lék 1.e4 sem kom kannski ekki á óvart enda hefur Anand yfirleitt valið e-peðið gegn Carlsen. Hinsvegar í síðustu þremur heimsmeistaraeinvígum Anands hefur hann eingöngu leikið 1.d4 og því var í raun fullkomin óvissa um hver fyrsti leikurinn yrði. Carlsen svaraði að bragði með Caro-Kann vörn, sem oft hefur verið kölluð byrjun fátæka mannsins. Carlsen hefur yfirleitt teflt 1.-e5 gegn Anand svo að CK kom eflaust heimsmeistaranum á óvart. Satt best að segja náði Anand aldrei að ógna Carlsen neitt, hann jafnaði taflið frekar auðveldlega og skákin fjaraði út í helmorkið jafntefli. Á morgun er frídagur enda kapparnir úrvinda eftir leiðindi síðustu tveggja daga. Það sem mun gerast á þessum degi er að kapparnir slaka á en á meðan eru aðstoðarmennirnir gjörsamlega á fullu að reyna að aðlaga strategíu sína að því sem gerðist í byrjununum tveggja fyrstu skákanna. Í samhengi við skákina í gær þá virtist Carlsen mun afslappaðri. Anand mætti fyrst og beið lengi einn við borðið - fullkomlega einbeittur (sem er eitt einkenni bestu skákmanna heims - þeir eru meistarar einbeitingarinnar). Carlsen mætti rétt fyrir upphaf skákarinnar, frjálslegur í fasi og allt annar bragur á honum. Ég er algjörlega viss í minni sök að hann er aðlagast fjölmiðlageðveikinni sem er að eiga sér stað í Chennai og mun brátt fara að láta Anand finna til tevatnsins. Þeir segja viðstaddir að aldrei hafi heimsmeistaraeinvígi í skák fengið jafnmikla athygli og einvígið núna og sennilega þarf að leita aftur til ársins 1972 til að fá samanburð. Sem skáknjörður gleðst ég yfir því! Að lokum þá var ég að skoða það að Anand hefur ekki unnið Carlsen síðan árið 2010. Síðan þá hafa þeir teflt 15 kappskákir samkvæmt minni talningu og hefur Carlsen unnið tvær skákir en þrettán hafa endað með jafntefli.
Posted on: Sun, 10 Nov 2013 13:18:11 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015