8 Ágúst 2008 ég var studdur á árbót og ní komin frá því - TopicsExpress



          

8 Ágúst 2008 ég var studdur á árbót og ní komin frá því að sinna kúnum og kindunum ég er kominn inn i eldri hlutan á húsinu og labba inn þar bíður signý sem var að klára vaktina og segir mér að það sé síminn til mín inná skrifstofu og ég svara bara já okei en fatta samt ekki hver ætti að hringja á þessum tíma það var komið kvöld. Ég fer í síman og segi halló og það er mamma sem er í símanum og hún spyr mig hvernig mér líði ég segist hafa það gott bara og hún segir ég færi slæmar fréttir. og ég bara hvað gerðist. mamma. pabbi þinn var að deyja og hika dálitla stund og segi vart orð meir. mamma spyr síðan hvert við eigum ekki að heyrast aftur því ekki sé komið út hvað olli dauða pabba míns ég svara bara játandi . Þetta kvöld hrundi líf en til virðingar um pabba þá stóð ég eins og klettur og fylgdi pabba alla leið þessi tími var mér samt erviður en ég stóð og stend enn sem klettur og mun gera áfram. í dag er 8 Ágúst 2013 og því líðin 5 ár frá andláti föður míns hann Ragnar Vigfússon . pabbi átti ekki auðvelda ævi eins og fólk sem hann þekkti ætti að vita en á síðustu árunum hafði ég endur reist samband mitt við pabba . pabbi sleit sambandi við okkur árið 2003 seint um veturin en með hjálp þá var hægt að ná sambandi aftur um 2005-2006 og eftir það var sambandi gloppótt en síðustu 2 ár sem ég var í sambandi var hann á bata vegi en pabbi varð bakkus að falli en hann sigraði hann og það er mikið afrek pabbi varð ekki elliær eins og svo margir í föður ætt minni pabbi pabba náði hæsta aldrinum næstum engin í föður ætt nær mikið lengra en 60-65 en það haft þjóðskrá íslands en þó eru nokkriri sem hafa náð pabbi minn var góður maður og hann kendi mér ansi margt ég er stolltur af pabba minum hann gerði mistök en hann langaði að laga þau en aldrei varð pabbi svo heppin að koma til akurayrar aftur því hann hafði að reina koma en til að gera langa sögu stutta þá kom hann ekki því að þann 8 ágúst þá dó hann við vinnu sína í tönkum í vestmaneyjum hann gleimdi að taka inn sprengitöflu fyrir þennan vinnudag pabbi var búin að fara í þræðingu en í það skifti sem átti að þræða þá var það ekki hægt ég er ekki hræddur við að deila þessu með ykkur því dauðin er eðlilegur og við deyjum öll einhvern dagin en ég er ekki kristin trúar þannig margir myndu telja mig trúleisingja en ég trúi bara ekki guðég trúi á allt það góða sem fólk getur gert og held vissum siðum og bí til aðra siði ,. pabbi var trúaður og gott með það. pabbi dó úr Bráða kransæða stíflu læknar sögðu að ef pabbi hefði verið í reykjavík nálagt spítala hefði kannski verið hægt að afstíra dauðanum en við fáum það aldrei að vita enda var timinn komin hjá pabba minum pabbi hafði sagt mér að hann ætti ekki langt eftir og ég vissi þá að hann færi að fara nóttina áður en hann dó dreimdi mér afa hann Friðrik Vigfúr Sigurbjörnsson dáin-2000 og ömmu hana Vilborgu Stefaníu Sigurðardóttir dáin-1969 þar stóðu þau við Akur húsið sem pabbi fæddist í þar stóð líkista og amma og afi sitt hvoru megin við og það var eins og þau væru að kveðja einhvern og þá vissi ég það . líf pabba var lokið um morgunun dó pabbi hann var úrskurðaður látin á staðnum en hann getur verið stolltur á 4 syni og fyrverandi eiginkonu sem er mamma okkar. pabbi misti mömmu sína þegar hann var 18 ára mamma pabba var með geðveilu en dó úr hjarta áfalli og hann átti erfitt á barns árum mamma hans var og mun alltaf hafa reint sitt besta en geðveila spir engan því miður og því var stundum mjög erfitt ástand á heimilinu en pabbi átti pabba sem gerði allt sem hann gat . pabbi skar út og var fimur i fingrunum og gat gert ansi margt og eftir hann liggja margit fallegir munir sem við bræðurnir og fleiri sem hann skar út fyrir eigum og munum varð veita. elsku pabbi minn þín er sást saknað og minning þín er ljós i minu lífi og megi minning þín lifa þér mun ég aldrei gleima elsku pabbi minn. Skrifað af. Ragnar Þór Ragnarsson
Posted on: Thu, 08 Aug 2013 12:14:16 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015