Er að hugsa um mikilvægi myndbrotsins í sameiginlegri sögu - TopicsExpress



          

Er að hugsa um mikilvægi myndbrotsins í sameiginlegri sögu lista og trúarbragða. Í gyðing-kristnu hefðinni er lykilinn að finna í fyrsta boðorðinu sem bannar myndir því þær skyggja á hið guðlega sjálft sem lætur ekki fangast í eða á mynd. Þegar menn festast við eða í myndum er hætta á skurðgoðadýrkun og veruleikafalsi. Mörgum kristnum fannst sem þetta myndbann gilti ekki lengur eftir að guð tók hið holdlega og efnislega í sátt með því að fæðast í heiminn og gerðu sér íkonamyndir sem þeir virtu og kysstu og gera enn, en aðrir voru harðir á myndbanninu og átökin voru í þann veginn að gera útaf við hið mikla byzanska ríki á 8.öld. Myndvinir elska sínar myndir og samsamast þeim, fara inn í þær og hættir til að festast þar og skynja ekki handansannleika guðs, fara að tilbiðja stokka eða sjálfa sig í mynd. Myndbrotið er því bæði þroskandi og merki um famsækni og hefur alltaf loðað við í trúarsögunni, hið guðlega er ekki í myndinni og lætur trúaða brjóta hana í leit sinni að sannleikanum. Táknin og myndirnar vísa út fyrir sjálfar sig, hið endanlega og fullkomna er handan mannlegrar viðleitni. Líta má á abstraktmálverkið og konseptlistina sem eina tegund myndbrots, hinu hlutlæga og fígúratífa er vísað norður og niður og hið hreina form eða formleysi skal ríkja. Þessi barátta kemur fram í verki Sigmar Polke þar sem hann er að gera tvennt í einu, brjóta niður myndmál og reyna að búa til annað með því að setja sjálfan sig bókstaflega inn í myndina.
Posted on: Mon, 19 Aug 2013 07:33:32 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015