Er að velta mér upp úr prédikun dagsins sem fjallaði m.a. um - TopicsExpress



          

Er að velta mér upp úr prédikun dagsins sem fjallaði m.a. um synd gegn heilögum anda. Prestsonurinn og sálgreinirinn Carl Gustav Jung fjallaði sérstaklega um þennan ritningarstað og hversu mikla hræðslu hann vakti hjá honum í æsku einkum vegna þess að hann vissi ekki hvað fólst í slíkri synd og ekki síður vegna þess að slík synd yrði ekki fyrirgefin. Þetta er áreiðanlega sá ritningarstaður sem vekur upp mestu ónotin hjá trúuðum. Að sama skapi er vandasamt að leggja út frá textanum. Hér gæti merkingin hafa skolast til með tímanum í ljósi þeirra kenninga sem segja að "mannsonur" hafi upphaflega vísað til mannsins og "guðsonur" vísað til Krists eða heilagra að hætti gnósta. Ennfremur athyglivert hjá Kristjáni að telja syndina vera að telja kærleikann illskuna og Krist djöfulinn. Þetta vekur einnig upp aðkallandi spurningar um hvað prestar telja illt og myrkraverk djöfullsins. Vísa ég þar til viðhorfa til samkynhneigðar, framandi guði og boðbera annarra trúarbragða. Annars góð og vel skrifuð ræða.
Posted on: Sun, 18 Aug 2013 12:52:47 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015