Ferðamenn sjást á Robstep hjólum í miðborginni 15. júlí - TopicsExpress



          

Ferðamenn sjást á Robstep hjólum í miðborginni 15. júlí 2013 kl. 15:45 vb.is Elena frá Moskvu opnaði nýlega fyrirtæki sem leigir Robstep í miðbæ Reykjavíkur. STIKKORÐ Robstep Elena Orlova kemur frá Moskvu og leigir fólki Robstep hjól sem ekki hafa áður verið áberandi í miðbæ Reykjavíkur. „Börn sem eru 25 kg. og þyngri geta notað þessi tæki og þau eru mjög fljót að læra á þau," segir Elena Orlova sem hefur opnað leigu í Aðalstræti í Reykjavík með svokölluðum Robstep hjólum. Robstep eru minni útgáfa af Segway, sem margir þekkja og eru einnig leigð út í Reykjavík þar sem sjá má stóra hópa fara um borgina á hjólunum. Elena segir þetta minni og meðfærilegri hjól sem auðvelt er að stýra í með stillingum farsíma í gegnum bluetooth. Þar er hægt að sjá þá kílómetra sem farnir eru, stilla hámarkshraða til dæmis ef börn eru á hjólunum og framkvæmda allar almennar aðgerðir. Hún segir ferðamenn sérstaklega frá Norðurlöndunum, og nefnir Norðmenn og Dani sem dæmi, þekki þessi tæki vel. Öðrum þarf að kenna á hjólin og það taki yfirleitt ekki langan tíma. Þess vegna leigir hún aðstöðu í Aðalstrætinu til að auðvelda fólki aðgang að þessari nýjung í íslenskri ferðaþjónustu. Leigir út 11 hjól Elena er með 11 Robstep hjól til leigu og segir það hafa gengið ágætlega það sem af er sumri. Þó hafi veðrið í Reykjavík sett pínu strik í reikninginn því eðlilega er ekki eins miið að gera í rigningunni sem hefur dunið á borgarbúum. Hún segir þetta mjög þægileg tæki til að nota í bænum, sérstaklega þegar fara þurfi fljótt yfir og einnig fyrir börn sem eru þreytt á allri göngu. Elenda Orlova, sem er frá Moskvu, er umboðsaðili Robstep á Íslandi og flytur hjólin sjálf inn. Hún segir þessi tæki notuð mikið á flugvöllum, spítölum, vöruskemmum og þar sem fara þarf langar vegalengdir innanhúss. Þetta sé einnig sniðugt í skemmtigörðum og á golfvöllum.
Posted on: Sat, 03 Aug 2013 02:45:33 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015