Fyrir stuttu skrifaði ég um þann hátt í stjórnsýslunni að - TopicsExpress



          

Fyrir stuttu skrifaði ég um þann hátt í stjórnsýslunni að stofna svokallaðar "stofur" um hina og þessa hluti sem alla jafna ættu að vera á milliliðalausu forræði ráðherra viðkomandi málaflokks. Ein slík "stofa" er Bankasýsla ríkisins sem ætlað er það hlutverk að sjá um eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum, án pólitískra afskipta ráðherra eða annarra stjórnmálamanna. Í tilfelli Bankasýlsunnar tókst það nú ekki betur en svo, að þegar þáverandi forstjóri hennar sagði upp störfum, meðal vegna þess að Steingrímur J. vildi sjálfur sjá um jarðaför BYRS og Sp- Kef. , þó lögum samkvæmt hefði það verið verefni Bankasýlsunnar. Þá varð uppi fótur og fit þegar að loknu ráðningarferli með hæfnismati og prófum að fyrrum aðstoðarmaður framsóknarráðherra, Páll Magnússon var valinn sem nýr forstjóri Bankasýslunar. Fortíð hans sem aðstoðarmaður ráðherra Framsóknarflokksins var af sumum talið nægja til algjörs vanhæfis hans sem forstjórni Bankasýslu ríkisins. Bein afskipti þáverandi stjórnarþingmanna og annarra áttu sinn þátt í því, að aðstoðarmaðurinn fyrrverandi afþakkaði starfið og annar fékk það. Hins vegar virtu sömu aðilar og mótmæltu ráðningu Páls, sjálfstæði FME þegar þangað var ráðinn sem aðstoðarframkvæmdastjóri, Jón Þór Sturluson fyrrum aðstoðarmaður Björgvins G. Sigurðssonar fyrrv. viðskiptaráðherra. Enda kom hann best út úr hæfnismati valnefndar. Líkt og Páll hafði gert hjá Bankasýslunni. Hins vegar þótti, líklegast af pólitískum ástæðum, Jón Þór ekki vanhæfur. Jafnvel þó hann hafi í samstarfi við Ingibjörgu Sólrúnu fyrrv. formann Samfylkingarinnar, verið lykilmaður í því að halda upplýsingum frá Björgvini meðan hann var ráðherra.
Posted on: Fri, 26 Jul 2013 22:03:45 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015