Jæja. Þá eru 102 sannar Þingeyskar lygasögur komnar út og - TopicsExpress



          

Jæja. Þá eru 102 sannar Þingeyskar lygasögur komnar út og fást í Bókabúð Þórarins á Húsavík, sem sendir þær líka hvert á land sem er. Hér kemur sýnishorn úr kverinu: Hjörleifur, Dayan og Stevie Wonder Fiðluvirtúósinn Hjörleifur Valsson var með tónleika á Bakkanum í sínum gamla heimabæ Húsavík og lék þar af mikilli snilld, sem ekki kom á óvart. Hitt þótti óvenjulegra að Hjörleifur var með svartan lepp fyrir öðru auga og minnti því einna helst á músíkalskan Moshe Dayan, já, eða jafnvel söngvarann í Dr. Hook. Að tónleikum loknum, vatt harla ótónfróður gestur sér að Hjörleifi og spurði hvort það væri ekki helvíti erfitt að spila svona hálfblindur á öðru? „Fyrst Stevie Wonder fer létt með að spila alltaf staurblindur, þá hlýt ég að geta stautað mig fram úr þessu með lepp fyrir öðru, svona einstaka sinnum,“ svaraði Hjörleifur að bragði.
Posted on: Fri, 29 Nov 2013 16:38:22 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015