Klukkan ellefu í morgun kom fulltrúi ÍAV í Gálgahraun og - TopicsExpress



          

Klukkan ellefu í morgun kom fulltrúi ÍAV í Gálgahraun og tilkynnti að ekki yrði farið í hraunið fyrr en á hádegi á morgun, fimmtudag. Hann óskaði eftir að Hraunavinir töluðu við Vegamálastjóra ef þeir vildu fresta framkvæmdum. Hraunavinir fóru þá á fund staðgengils vegamálastjóra. (Vegamálastjóri er í útlöndum.) Auk hans voru þrír fulltrúar vegagerðarinnar á fundinum. Formenn Hraunavina og Landverndar gerðu grein fyrir þeirri kröfu að beðið yrði með framkvæmdir í hrauninu þar til kominn væri úrskurður dómstóla um lögmæti þeirra. Staðgengill vegamálastjóra, Gunnar Gunnarsson, sagði að Vegagerðin teldi sig vera með unnið mál og engin ástæða væri til að gefa eftir. Hraunavinir létu í ljós óánægju með að ríkið (Vegagerðin) reyndi að eyðileggja lýðræðislega framgöngu málsins, þar sem það væri réttur landsmanna að leita réttar síns fyrir dómstólum. Engin svör fengust við því hvað Vegagerðin hyggðist gera ef framkvæmdin yrði dæmd ólögleg og búið væri að brjóta niður hraunið.
Posted on: Wed, 18 Sep 2013 15:14:29 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015