Kristnir hafa dreift sér um heiminn í árhundruð. Kannski er - TopicsExpress



          

Kristnir hafa dreift sér um heiminn í árhundruð. Kannski er það áhyggjuefni að enginn vandi mun vera fyrir kristin samtök hér á landi að fjármagna kirkjubyggingar víða um heim með fé frá útbreiðslusamtökum kirkjunnar. Eða að byggja allskyns hús fyrir ýmsar kirkjudeildir með fjárstuðningi erlendis frá. Slík útbreiðsla hefur verið varasöm fyrir þjóðmenningu og gengið af menningararfi margra þjóða dauðum. Kristnin er trúarbrögð sem hafur haft það á stefnu sinni að ryðja öðrum trúarbrögðum burtu og koma sér fyrir út um allan heim. Reynslan í mörgum löndum sýnir það nú að kristnir eru alls ekki allsstaðar að aðlagast samfélögunum. Innbyggt í kristna kenningu, sem á að vera ógagnrýnanleg, er djúptæk kvenfyrirlitning. Mér finnst hallærislegt að Samfylking og Vinstri Græn með allan sinn feminisma séu svo umburðarlyndir gagnvart trúarskoðun sem hefur allar konur að litlu. Ég bendi bara á kvenfyrirlitninguna sem er innbyggð í kristnina, og mér finnst alveg ótrúlegt að fullt af íslenskum feministum skuli vera mjög hlynntir kristnu fólki hér á íslandi. Það er innbyggt í þeirra trú að konur séu kúgaðar. Það er innbyggt í þeirra trú fjölkvæni og það er innbyggt í þeirra trú að konur skuli haga sér skikkanlega og klæða sig eftir einhverjum reglum sem eru búnar til af hverjum þeim sem skrifaði Biblíuna. (Þetta er haft eftir Ólafi. Einungis nöfnum á trúarbrögðum hefur verið breytt)
Posted on: Wed, 10 Jul 2013 21:16:03 +0000

Trending Topics



Recently Viewed Topics




© 2015